Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, júní 14, 2007

Fimmtudagur : 'I dag og í gær hef ég stundað það sem ég hef kallað þrælahald. fékk umráð yfir nokkrum þrælduglegum krökkum úr vinnuskólanum og þrælaðist með þau um borg og bý. Strákarnir fóru í skógarhögg að snyrta lasin tré, að vísu með sög en ekki öxi, það þarf sérstakt meirapróf á þær þeas axirnar, og stúlkurnar fóru í að snyrta runna og hreinsa blómabeð. 'Eg uppgötvaði það að tveir strákar saman eru hörkuduglegir séu þeir fjórir í sama verkinu breytist það og tíminn fer soldið í að stynja og setjast niður af því annars gætu þeir hugsanlega unnið meir en hvor hinna.
Stelpur eru alltaf þrælduglegar.
Fyndið.... Jæja svo var sól og ég kom ýmsu í verk sem ég er ánægð með. 'A morgun fer ég svo í sund hæ hæ. Best að fara snemma að sofa.

1 Comments:

  • At 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já við stelpunar getum nú ýmislegt:)

     

Skrifa ummæli

<< Home