Það er svo gott veður alltaf og sólskin og fullt sem maður er að gera helst úti og ennþá meira sem mann langar til að gera svo maður sest ekki við að blogga númer eitt, nú ætla ég út í sólina ég er að verða eins og mold á litinn það sem stendur út úr fötunum .. í gær hitti ég dæmigerða Kollfirðinga í kauffóinu í svörtum vetrarfötum og reimað upp í háls...sem þótti ég léttklædd...ég held ég hafi nú samt ekki verið neitt ósiðlega klædd..... í gamla daga þá var fólk í úlpum þar og reimaði alveg fyrir svo rétt sást í nefið í sólskini ...það kallaðist að klæða af sér hitann,,, til hvers hef ég aldrei skilið.. við mamma vorum öðruvísi og reyndum að verða sólbrúnar og vorum skrítnar innan um allt úlpufólkið... Það er helst að maður hitti Sigga í Stóra. í ljósum sumarfötum. Siggi Brandar var með tvær kaupakonur í gamla daga Ebbu og Kristínu sem voru úti að raka á hlýjum sólardögum á brjóstahaldaranum og gallabuxum og man ég að þetta þóttu mikil firn og jaðra við velsæmisbrot. En Siggi var alltaf í nútímanum íþróttastrákur og hlaupari ,, skokkaði upp að Stóra-Fjarðarhorni eftir vinnu á kvöldin og til baka. Svo var það sund það virtist mér að fólki almennt væri frekar illa við þá tilhuxun ..nema Jóni heitnum í Stóra-Fjarðarhorni sem var mikill ungmennafélagsmaður og langaði að láta byggja sundlaug í Litla-Fjarðarhorni þar sem heita vatnið vellur upp úr jarðskorpunni....Þar hafði verið hlaðin sundlaug úr torfi og grjóti einhvern tíma í fornöld og sjást rústir af henni ennþá.
Við Jóna fórum eitt kvöldið út í Broddanes og sóttum sel til Siggu og Einars. fórum svo með hann heim í Steinó þar sem Gústi bútaði hann niður eftir kúnstarinnar reglum og fékk selbita að launum . Svo var selaveisla á Höfðagötu 7 og við Björk buðum Sigga Atla í mat og hann fékk uppstúf með selnum og þótt okkur öllum hið mesta sælgæti. Siggi uppástendur að það hafi alltaf verið uppstúf með selkjöti þegar hann var í Grænlandi í gamladaga. Nú gengur þetta blogghangs ekki lengur 'UT SKAL EK.....
Við Jóna fórum eitt kvöldið út í Broddanes og sóttum sel til Siggu og Einars. fórum svo með hann heim í Steinó þar sem Gústi bútaði hann niður eftir kúnstarinnar reglum og fékk selbita að launum . Svo var selaveisla á Höfðagötu 7 og við Björk buðum Sigga Atla í mat og hann fékk uppstúf með selnum og þótt okkur öllum hið mesta sælgæti. Siggi uppástendur að það hafi alltaf verið uppstúf með selkjöti þegar hann var í Grænlandi í gamladaga. Nú gengur þetta blogghangs ekki lengur 'UT SKAL EK.....
<< Home