Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 11, 2007

Þetta er nú búinn að vera svakalega annasamur dagur ... eða þannig .. í morgun settist ég nú galvösk við tölvuna að loknum hávísindalega útreiknuðum morgunverði étnum.
Jamm meiningin vað að gera skipulega áætlun yfir það sem ég ætlaði að gera í dag. nú á listann komst eitt atriði sem sneri að húsvarðarstöðu sem ég gegni um þessar mundir,,, og síðan ekki söguna meir.... þeas. ekki ennþá...klukkan er ekki orðin tólf ennþá... en ég handskrifaði slatta, drakk kaffi með Attí og drakk meira kaffi úti í upplýsingamiðstöð hjá Jóni, drakk síðan kaffi með 'Astu og meira kaffi úti í Sævangi hjá Hrafnhildi..... Við þessar konur átti ég að vísu erindi líka ( það var á listanum)
Húsvarðarmálið leystist líka á einkar skemmtilegan máta. alveg er ég grjóthissa hvað svona smáatriði geta orðið flókin. Kl fimm átti ég að mæta á fundi en var of sein og þorði svo ekki að fara. o.k. það reddast vonandi.
'Eg gleymdi síðan að elda mér mat en bæti úr því á morgun. og nú verður sett hér framkvæmdaáætlun morgundagsins...

kl 8) borða morgunmat
kl 9) út á hrepp að hitta 'Asdísi Leifs.
KL10) út í Sævang að mála .
kl 12) heim elda hádegismat og borða hann.
kl 14) mála meira
kl 17) Guiding light. + Kvöldmatur.
Kl ? fara með Svanhildi með kerru eftir vinnu hjá hennimeð allt draslið á haugana'
Kvöldið Spurning ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home