Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júní 24, 2007

Jónsmessunótt og sólin dansar við hafflötinn. Hún varð reyndar soldið flöt að neðan vildi ekki sökkva í hafið. en var samt alveg einstök og afar björt á þessarri nótt galdra og gjörninga, flott að horfa í þessa Jónsmessumiðnætursól norður við Reykjaneshyrnu og út við sundlaugina í Krossnesi á Ströndum. og það sem eftir var þessarar mögnuðustu nætur ársins snerust draumarnir um allskyns sólargeisla, fljúgandi sólir og furðuhluti, skrítna kletta, tignarleg fjöll, fossa, allskonar blóm og spegilslétt hafið, og geðveikislega flotta trjádrumba í fjöru.
Síðan vaknaði maður í sól og logn og grillaðist og varð eins og bakað smábrauð með annarsstigs bruna.

1 Comments:

  • At 12:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvar eru myndirnar???

    Knús frá Kiðlingi

     

Skrifa ummæli

<< Home