Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 21, 2004

Ég er komin heim eftir viku útivist frá Höfðagötunni. Það var gaman og ég er alveg endurnærð og hress, fór að synda í morgun í þvílíku andskotans roki og rigningu að það hálfa væri nóg. Í gærmorgun synti ég í Árbæjarlaug í steikjandi sólskini og logni. Ég er búin að synd-a alla þessa viku á hverjum morgni. Svo er hér vikupistillinn. Takk Hanzka mín fyrir húsaskjólið, við erum mikið búnar að fara að versla, fara í bíó að sjá Dís, heimsækja Árdísi, fara á smá námskeið, ganga í eitt félag, ferðast smávegis, ofl ofl.
Í dag smíðaði ég í stóru stofunni og bætti við einu herbergi í húsinu. og nú er ég að fara snemma að sofa þetta er afar snubbótt blogg.....meira á morgun Lukka erlukkuleg í lukkunnar velstandi ...Bangsi er loksins kominn í gott skap.. það á ekki við hann að sitja alltaf í aftursætinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home