Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 07, 2004

Það er rigning og ekki myrkur og þriðjudagur og ég er búin að sauma fullt af gardínum bláum og grænum meðlaufblöðum og mér finnst ég bæði ofsa dugleg og gardínurnar mínar flottar. Það er nebblega þannig að þegar ég hef klúðrað upp gardínum þá hanga þær venjulega svo árum skiptir eða þar til þær drafna sundur í þvotti upplitaðar og sólbrunnar.. en nú verður breyting á... nú skal ég verða gardínulega séð afar góð húsmóðir í framtíðinni... hinar sem voru niðri voru orðnar eins og gamlar gólftuskur og ég var mjög klökk þegar ég lét þær í ruslakörfuna bless og nú sé ég ykkur aldrei meir.. en svona er nú lífið ojá ojá tíhíhí.....
ÞAð rignir svo mikið að Hanna Sigga er barasta komin upp í rúm með ástarsögu.
Björk leit upp úr ritgerðinni og rölti út á galdrasafn...
Ég er í þvílíku smíðastuði að ég ætla að fara að setja upp skilrúm í stóru stofunni.. þar sem eru Uppsalir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home