Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 05, 2004

Góðan daginn nú eða góða nótt öllu heldur. Búin er ég að fara í gær til höfuðborgarinnar og koma þangað áríðandi bréfi og fara með Vodafoneeldflaugina í endurskoðun og losna við þennan andskotans græna miða. Kom til baka í dag á myljandi siglingu og Hanzka og Hildur með mér og hlóðum við vagninn ótæpilega og stóð hann vel undir því...þrusu flutningaatæki...
Á morgun á Brynjar minn tveggja ára afmæli. litli stubburinn. og sá var nú glaður að fá mömmu sína heim . Ég er búin að taka geggjaða skorpu í tiltekt í kvöld...orðið flott í Hönzku horninu. Hafdís Björk, Ási og Bjartey Líf komu í heimsókn.
Ferlega fannst mér fúlt að geta ekki farið í sund þegar ég kom . því það var lokað kl 3... myndu ekki allir einmitt koma í sund um helgar allan daginn meðan er svona gott veður...
nú maður fer þá bara í Bjarnarfjörð til hátíðabrigða.
Ég hlakka til að halda áfram að taka til á morgun, ég ætla að smíða dálítið... það er leyndó ennþá, og svo gerist dálítið í næstu viku sem er líka leyndó..tíhíhí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home