Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, nóvember 22, 2003

Húgó talaði um að Íslendingar ættu eftir eina öld í það að geta sagt hver öðrum að ´þeir elski hvern annan... Að tala um ást þykir væmið.
Sennilega þessvegna hrökk ég, gömul skrukkan svolítið við um daginn þegar lítill pjakkur sem er barnabarnið mitt og heitir Tómas Andri tilkynnti upp úr djúphugsum umræðum hvort tröll væru til í alvöru eða bara í sögum : " amma veistu !!!! ég elska þig... Dásamlegt. Ég flýtti mér að segja honum að ég elskaði hann líka en var samt pínulítið feimin við það. Hugsið ykkur......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home