Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, nóvember 22, 2003

Mér er því óhætt að vera væmin og tilkynna að ég elska börnin mín, tengdabörnin, barnabörnin og hana Bjarteyju litlu, og þar með er ég komin öld á undan tímanum.

Ég hlakka til jólanna og alls þess sem manni dettur í hug að gera einmitt þá, elda góðan mat, búa til konfekt og horfa á stjörnurnar. hangsa og spjalla, Kveikja á kertum spila á spil. og syngja, og lesa bækur, fara í kirkju, renna sér á sleða,og taka þátt í öllu skemmtilegu með fjölskyldunum mínum, Og hugsa um hversu maður á gott meðan fólkið er hraust osvfrv.

Mér dettur í hug að einhverntíman hafi ég verið í fýlu yfir jólunum og því að ég YRÐI að gera svo og svo mikið áður, það væri venja, það væri svo erfitt osfrv, þetta er þvílík della ,Ef maður ræður ekki við verkin... Bara sleppa þeim, Jólin eru annað en húsmæður sem eiga að vera hálfdauðar úr þreytu samkvæmt einhverju ritúali ef allt á að vera í lagi. Kveikja bara á kertunum og horfa á ljósin, og hugsa um fallegu Táknrænu jólasöguna um Jesú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home