Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Það má mikið vera ef ég er ekki komin með jólastress, ..og ég sem þykist alls ekki vera jólastresstýpa..fuck.. Það eru allir allt í einu búnir að ryðja upp jólaseríum á húsin sín. Ég prufaði að kveikja á minni , Hún er skemmtilega hallærisleg, ( eins og eigandinn). kviknar bara á þremur ljósum.
Það er stutt öfganna á milli þessa dagana. Það þarf lítið til að koma mér í gott skap. En það þarf jafn lítið til að ég rjúki upp í verulega geðvonsku...Mér líkar það ekki,,Ég þoli ekki bilaðar Jólaseríur. Ég ætla að mála ganginn niðri beinhvítan, ég er orðin hundleið á þessum andskotans gula lit allsstaðar. Og ég vað haugfúl við vinkonu mína sem sagði mér í bestu meiningu að ég þyrfti að láta klippa mig því hárið á mér væri orðið allt of sítt.... Hún gat náttúrlega ekki vitað að ég er búin að panta mér klippingu..
Ég er að hugsa um að raka það alveg af...Nú eða safna því þó ég viti vel að það fer mér alveg hörmulega...samt finnst mér lukkutröll skemmtileg...
Horfir fólk annars virkilega bara á útlit,,,Sumir virðast hugsa eingöngu um það,, feitur eða ekki feitur,,sértu feitur gefur tilefni til allskyns takmarkalausra persónulegra árása,,hversvegna í +ósköpunum ?????? Og lymskulegar spurningar "hefurðu vVIRKILEGA grennst" mér sýndist það en ég var ekki viss ... og Sumir ættu nú ekki að hlakka til að borða jólamat... Frekar fara út að ganga eða þannig þú fyrirgefur... Ætlarðu að fá þér nýtt tjald fyrir árshátíðina O.s.frv.
SEM BETUR FER fyrirfinnst þó einstaklingar sem horfa frekar á persónuna. það er yndislegt að fyrirhitta slíkt yljar sálartötrinu og bætir hitt margfalt upp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home