Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Það er sýnilegt að þetta gengur ekki lengur.. ég meina leti Addi sagði í gær að ég væri komin á eftir með bloggið . ekki að furða það fer allur minn tími í að lesa það sem hin skrifa.
það er gott vetrarveður og ég ætla að fara út á Gálmaströnd þegar birtir og taka myndir af framkvæmdunum við Grindarkrókinn. Við Maja fórum og kíktum í heimsókn í Víkurtún 17 í gær og þar voru Addi og Hildur að slást með málningarkústum og sletta hvert á annað, Addi var ljósblár í framan og Hárið á Hildi var orðið dökkblátt. Svo hlupu þau skrækjandi um alla íbúðina með penslana á lofti og stofan er þakin í málningarslettum Við Maja fengum okkar skammt af málningu, og Maju fannst svaka gaman. Þegar við fórum var ég orðin eins og strákaherbergið á litinn. Víkurtún 17 þar sem fjörið er......
ÞAð hefur ekkki verið neitt púður í svona málarastandi síðan Jón og Ester voru að mála á Litlu Hellu. Baðið og Hryllingsherbergið, ÞAð máluðu þau reyndar með lakkmálningu sem þau skvettu hvert á annað og náðist ekki af aftur. Gott ef ekki er einhversstaðar málning á þeim enn. Það þarf greinilega að fara að hrista upp í öðrum fjölskyldumeðlimum. Skella sér í Jólasveinafíling...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home