Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Hæ Hæ það gerðist skemmtilegt á laugardaginn að ég Hrafnhildur og Haddi fórum í ferðalag á nýja jeppanum þeirra.
Við fórum suður í Borgarnes og versluðum í Bónus fyrir veisluna mína og fórum svo á Akranes og fórum á ,,Hárið´´þann gamla góða söngleik sem fjölbrautaskólinn setti upp. Þar sungu Guðmundína og Sylvía Hlynsdóttir aðalhlutverk og Árný huld söng líka minna hlutverk. þau voru alveg dásamleg allir þessir krakkar. Áður en við fórum á sýninguna fórum við í Deildartúnið og höfðum það náðugt Hrafnhildur lagði sig og ég fór í bað í risastóra baðkerinu stelpnanna þar sem bæði er pláss fyrir mig og vatn. þetta er alveg frábært baðker með ljónafótum.. Á meðan horrfðu Haddi og Harpa á knattspyrnu í sjónvarpinu. Hanna Sigga kom svo með rútu kl sjó og fór með okkur á sýninguna..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home