Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Nú er ég orðin langamma Hæ og Hó, Hún Hafdís litla og hann Geiri eignuðust í nótt 16 marka stelpu sem tekin var með keisaraskurði.,, ja hérna hér ´´myndi hún Jóhanna mín segja, og nú er hún orðin afasystir ásamt Árdísi ,Hrafnhildi og Svanhildi. Jón og Addi afabræður og Gústi langafi, og svo mamma langa langamma. og svo aðalgaur slektisins hann Jón Gísli minn afi. ég er afar stolt af þeim ég verð að segja það.
Svo er það annað til tíðinda að ég hangi hér innanhúss eins og úldinn hundaskítur með streptókokka hálsbólgu sem skemmtilegi læknirinn sem er hérna núna uppgötvaði þegar hann var búinn að reka prik ofan í hálsinn á mér. Það fór reyndar ekki á milli mála að það var hálsbólga á ferðinni því að ég hef litið út eins og pelikani ... þetta er þó aðeins að byrja að lagast af því læknirinn lét mig hafa rótsterkt amoxillin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home