Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Ég er búin að uppgötva hvað mig langar mest í í afmælisgjöf...... föt ............... Ég er búin að ganga til fara eins og hræða í mörg herrans ár.. eins og það sé ekki nóg að hafa hlaupið í spik heldur er maður alltaf í sömu forljótu gatslitnu lufsunum. Svo langar mig í göngustafi svona lauflétta sem hægt er að fá í Intersport og draga saman þegar maður sest niður og stinga þeim ofan í bakpokann. Mig vantar líka skó. en aðrar áhyggjur mínar út af afmælisgjöfum má lesa um á Slektisblogginu.
Lukka er með öðruvísi hugmyndir, Sexý nærföt og sexý þetta og hitt. Það er hætt við að það hætti að vera sexý þegar það hætti að hanga á herðatrénu, og sexý undiföt eru nú ekki til annars en að rífa sig úr þeim ....eða hvað... það yrði ljóta skelfingin fokking horror.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home