Þá er líka adrenalínið á fullu og allir á fullu. Stóra Strandakúnstartjaldið ... dúkuð borð og stólar... Fiskaker með klaka fyrir þá drykki sem skyldu kaldir vera ... potturirnn góði fyrir eldinn....snyrtilegur eldiviðarstafli við geymsluvegginn .... fullt af tjöldum veislugesta....Metallicufáni á klakakassanum....Hljóðfæri og míkófónn....
Humarsúpa og brauð.... Holusteikt lambalæri og meððí.... og deserinn var rabbarbaragrautur með rjóma ....allt alveg hrikalega ljúffengt....Klapp klapp klapp fyrir duglega fólkinu sem útbjó þetta allt.
Afmælisbarnið fékk gjafir góðar....(Afmæli hennar er 3. ágúst)... henni voru sungin kvæði sem urðu til á sjötta tímanum og voru æfð á þeim sjöunda... hún fékk ræður sem fjölluðu á skemmtilegan hátt um innræti stúlkunnar frá fæðingu til þessa dags. Og þegar hún kom til Tals.... sem er skemmtilegur orðaleikur um vinnuna hennar.
og svo var sungið við eldinn þar til fór að morgna... allskonar "skátasöngvar" í anda Steinadalsfamilíunnar og Vodafone...
og fleiri góð lög allt til morguns....
Sólarupprásin var með fallegasta móti og himininn glóði líkt og væri Galdrastef á Ströndum í gangi.