Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, júlí 12, 2008

Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín
Ég leite þín, guð leiddu mig
og lýstu mér um æfistig.

Ég reika oft á rangri leið
sú rétta virðist aldrei greið
ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér
ég betur kunni þjóna þér
því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ drottinn minn
+++++++.

Ó þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut
ó þá heill að halla mega ,
höfði sínu í drottins skaut
Ó það slys því hnossi að hafna
hvílíkt fár á þinni braut
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í drottins skaut.

Eigir þú við böl að búa
bíðir freistni sorg opg þraut
óttast ekki bænin ber oss
beina leið í drottins skaut
Hver á betri hjálp í nauðum?
hver á betri vin á braut?
hjartans vin sem hjartað þekkir
Höllum oss í drottins skaut.

Ef vér berum harm í hjarta
hryggilega dauðans þraut
þá hvað helst er herrann Jesús
hjartans fró og ´líknar skaut
Vilji bregðast vinir þínir
verðirðu einn á kaldri braut
flýt þér þá að halla og hneigja
Höfuð þreytt í drottins skaut.
++++++++
Þú ert guð sem gefur lífið
góða jörð og nóttt og dag
þér til dýrðar syngjum saman
sólarljóð og þakkarbrag.

Undir blessun þinni búa
blóm og dýr og allt sem er
Lífsins undur okkur gleðja
yndisleg úr hendi þér.

Guð sem færir fólki jarðar
frelsi, gleði, brauð og hlíf
þakklát börn þín syngja saman
sólarljóð um eilíft líf.



3 Comments:

  • At 10:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    heyrðu nú góan mín.ég er ekki dauð og er alveg að koma heim til að hressa þig við. farðu bara að huga að jólalogunum.bless bæjardrósin.

     
  • At 2:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Og ég sem hélt að ég væri bæjardrósin samkv, leiðarljósstefnunni, en það var reyndar bæjardruslan og ég hressist örugglega við þegar þú kemur. Flottir sálmar hah.
    'Eg prentaði þá akkúrat upp fyrir Lóu frænku sem ætlaði að láta fólkið sitt syngja þá í lok ættarmótsins.

     
  • At 7:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er heilagur hryllingur.

     

Skrifa ummæli

<< Home