'I dag fórum við frændsystkin suður á Akranes til að vera við útför hennar Dísu sem var konan hans Lýðs móðurbróður. það var fallegt veður og falleg athöfn og alveg sérlega fallegur söngur, Sigmundur og Inga og Gunnar sungu og kór, og undirleikari var Viðar sem hefur strax fengið þá nafngift að vera hann Viðar "okkar" síðan hann flutti að Miðhúsum. Hann er alveg snillingur í tónlist. og hefur aldeilis nóg að gera í því og var að fara að spila við brúðkaup síðdegis, ..ekki dónalegt að gifta sig með þann orgelleik.
Til baka erum við svo komin, það var verið að hefla veginn um Hrútafjörðinn þegar við fórum í morgun og það lofaði góðu en í bakaleiðinn virtist eitthvað hafa mistekist því sumar holurnar voru þarna gapandi ennþá.
Á Undralandi var allt í fullum gangi að undirbúa afmælisteiti Árdísar sem verður þar á morgun og Brynjar sveiflaði sér í hengirúminu úti í garði alveg á fullu, stóra tjaldið komið þangað og eldiviðarstafli bak við húsið og gamli þvottapotturinn hennar mömmu beið þess að í honum yrði tendrað bál, Brekkusöngurinn verður á jafnsléttu því eftir er að búa til brekkuna og veðurguðirnir, Já veðurguðirnir....Það verður ýmislegt sem kemur á óvart....Bangsi Jónsson hékk hálfur út um eldhúsgluggann og ullaði á fólk sem fór þar framhjá, það gengur hægt hjá honum að læra að hegða sér vel. Við sáum Hvítabjörn fyrir ofan Litla-Fjarðarhorn, bangsi var bara einn og hinn rólegasti en við þorðum ekki að láta vita til að verða ekki að athlægi.
Svo voru nokkrir líka í Stóra-Fjarðarhornslandi framan við nýja bústaðinn þeirra Hjartarsona. Nú vonum við bara að enginn verði étinn í veislunni.
Harpa, Hinni og Hafdís voru að koma, Árný, Balli og Diljá, Hannasigga og Birgir.
Addi (skratti) sagði mér að fara heim og semja ræðu, huh semji hann bara sjálfur ræðu...Ég hef ekki tíma til þess eins og er, kannske á morgun....
Til baka erum við svo komin, það var verið að hefla veginn um Hrútafjörðinn þegar við fórum í morgun og það lofaði góðu en í bakaleiðinn virtist eitthvað hafa mistekist því sumar holurnar voru þarna gapandi ennþá.
Á Undralandi var allt í fullum gangi að undirbúa afmælisteiti Árdísar sem verður þar á morgun og Brynjar sveiflaði sér í hengirúminu úti í garði alveg á fullu, stóra tjaldið komið þangað og eldiviðarstafli bak við húsið og gamli þvottapotturinn hennar mömmu beið þess að í honum yrði tendrað bál, Brekkusöngurinn verður á jafnsléttu því eftir er að búa til brekkuna og veðurguðirnir, Já veðurguðirnir....Það verður ýmislegt sem kemur á óvart....Bangsi Jónsson hékk hálfur út um eldhúsgluggann og ullaði á fólk sem fór þar framhjá, það gengur hægt hjá honum að læra að hegða sér vel. Við sáum Hvítabjörn fyrir ofan Litla-Fjarðarhorn, bangsi var bara einn og hinn rólegasti en við þorðum ekki að láta vita til að verða ekki að athlægi.
Svo voru nokkrir líka í Stóra-Fjarðarhornslandi framan við nýja bústaðinn þeirra Hjartarsona. Nú vonum við bara að enginn verði étinn í veislunni.
Harpa, Hinni og Hafdís voru að koma, Árný, Balli og Diljá, Hannasigga og Birgir.
Addi (skratti) sagði mér að fara heim og semja ræðu, huh semji hann bara sjálfur ræðu...Ég hef ekki tíma til þess eins og er, kannske á morgun....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home