Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, júlí 12, 2008

Ekki hefur nú gefist tími til að blogga mikið undanfarið, tveir dagar heima og ég úti að rótast í garðinum Mála og saga timbur í burstabæi moka mold og grjótast, baka kleinur í öllum frístundum og gaman gaman, þess á milli, flutningabílstjóri á Ísafjarðarleiðinni---Hólmavík. Er á vesturleiðinni heim eða heiman -á Steingrímsfjarðarheiðinni...
Fór til Selfoss í fyrradag að vera við útför og til baka um kvöldið,
Vestur í gær og til baka.
Hringdi á landsspítalann til að vita hvernig Pálínu minni Presley hefði reitt af á skurðarborðinu.en var barasta boðið uppá að tala við kellu sjálfa, sem var hin kátasta eftir stóraðgerðina og kvaðst hafa verið vöknuð um hádegi. og var önnum kafin við að segja hjúkrunarfólkinu óborganlega brandara. Gamla seig. Sagði að það væri dekrað við sig. Hún er nú algjör snillingur, svo hriungdi hún áðan og sagðist vera búin að fá geisladiskinn með laginu mínu, og heimtaði græjur og er núna að láta liðið á deildinni dansa......
Birgitta er svo búin að eignast stelpu... pínulitla... níu merkur.. ég notaði náttúrlega tækifærið og sagði Önnu að ég hefði heyrt í dag að það væri búið að nefna hana og hún héti Pálína Arna =Anna og Aron og ættarnafnið Presley. en hú trúði því mátulega og hló svo þakið ætlaði að rifna af spítalanum, vonandi er það bara til þess að hún nái sér fljótt. Gamla skútukellingin.

1 Comments:

  • At 11:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er eiginlega alveg viss um að Anna Jörg verði omin heim áður en hún veit af, hún er nú ju hörkudugleg kona, og takk fyrir póstferðina á föstudaginn, dágóður spotti framm og tilbaka, en þú hefur ju nú líka gaman að þessu, en heirðu það mætti nú halda að þú hefðir oft rænt banka miða við að ef augun eru svona alltaf þegar það rænir banka, tíhí, en þú villt ekki lána mér húfuna góðu??? Sem ég skil ekkert í :(

     

Skrifa ummæli

<< Home