Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júlí 29, 2007

Helgin er liðin og er búin að vera aldeilis ævintýraleg. Afmæli Adda var alveg stórskemmtilegt og allt vel heppnað og ríkti fjör og gleði hjá ungum sem gömlum. Söngur og grín og súpan góða með rammíslensku þjóðlegu meðlæti. Fjölnotahúsið algjör snilld skreytt frá toppi til táar, veðrið yndislegt, Og allt.'Eg ætla að kaupa mér hjólhýsi...trallalla"Við 'Ardís stukkum út í sólrona nóttina og sungum "Þig sem í fjarlægð... o.s.frv. þegar við komum upp að Undralandi í nótt, ('Eg var taxi á bláa bílnum þeirra Kristjáns og Láru og allir voru í söngstuði á leiðinni.
Addi fékk bláan voffa í afmælisgjöf frá Hildi og strákunum og alveg ótrúlega margar fallegar og skemmtilegar og persónulegar og notalegar gjafir aðrar.

'I Sævangi í dag var skemmtilegt og vel heppnað, Keppnin "Kraftar í kögglum" og fullt af fólki. kaffihlaðborðið vinsæla og gaman ,,að vísu var ekki laust við að ég væri syfjuð enda vaknaði ég eldsnemma.
Lukka er í dálítilli fýlu... Hún vill fá hjólhýsið STRAX.

laugardagur, júlí 28, 2007

Þetta er búinn að vera annasamur dagur ég byrjaði á að fara með lítinn fána sem er fastur í staurabút út í Sævang og setja hann hjá stútabænum. svo fór ég upp að Undralandi í morgunkaffi til 'Ardísar. Hún var ánægð með afmælisgjöfina sína sem samanstóð af uppsetningu á hliðinu og heyskap. Þetta var eins og á fínasta hóteli hjá henni morgunverður að hætti hennar mjög notalegt. í kvöld vorum við að undirbúa afmælisveisluna sem verður í fjölnotahúsinu að Víðidalsá þar er nú orðið hátíðlegt og fínt.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Já á commenti við síðasta bloggi mínu kom fram fyrirspurn frá Ellu vinkonu um fröken Lukku þá íturvöxnu snót.. Hún er nú búin að hafa sig frekar hæga fyrir utan tilraunir til þess að fljúga og hefur lent heldur harkalega í tvö skipti.. það er svosem ekkert nýtt..hún hefur alltaf verið á hausnum. og fengið marga óþægilega byltu gegn um tíðina, eins og hún hafi stundum flýtt sér um of . 'Eg reyni náttúrlega að halda aftur af þessum æðibunugangi en það er alltaf eitthvað spennandi að gerast og skemmtilegt, og þá hleypur í hana galsi og hún gáir ekki niður fyrir fæturna á sér og hnýtur þar af leiðandi um ýmislegt sem ég hef raðað í garðinum mínum.
Já Lukka er stórskrítið fyrirbæri og lætur ekki alltaf skynsemina ráða en veður oft áfram eins og hún eigi allan heiminn, sama hvað ættarhugboðið nöldrar og nuddar. Hún skemmtir sér líka yfir ótrúlegustu hlutum.
Hún er líka algjört gæðablóð og skilur ekkert í því þegar einhver tekur það óstinnt upp þegar hún er að vasast í einhverju sem henni kemur ekki nokkurn hlut við og heldur að hún sé að hjálpa til
'I raun og veru er hún ægilegur egóisti og gallagripur og elskar sjálfa sig út af lífinu. En myndi vaða eld og vatn fyrir vini sína og fjölskylduna. enda er það yfirleitt hið ágætasta fólk.......'Eg hlakka svakalega til að fara í afmælið hans Adda á laugardaginn. Og er mjög ánægð með það sem mér hefur tekist að koma í verk undanfarna daga.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Það er frí í dag úr pósti og ég ákvað að nota tímann vel og gera ýmislegt sem mig langar að gera ,það er leyndó hvað annað þetta er, en ég fékkhönnuSiggu í lið með mér og saman fórum við og fundum undirstöður undir burstabæinn á Orustutanganum, og settum undir og skrúfuðum hann fastan eftir aldeilis hellings flæking fram og aftur með rafmagnsskrúfuvélar ýmist rafmagnslausar eða skrúfbútarnir pössuðu ekki o.s.frv. ...Loks tókst það samt og þá byrjaði sama hringsólið með sláttuorf Esterar. nú er þetta allt að smella nema ég á eftir að læra að setja axlabönd orfsins á mig , verð að fara til Esterar og taka námskeið í því, ég var nærri búin að hengja mig í þeim þau flæktust um hausinn á mér eða þannig.
'Eg gerðist áskrifandi að blaði í gær mjög skemmtilegt blað Lögberg heimskringla, ég hef ekki keypt neitt blað síðan Tímaritið 'Urval leið undir lok, það var skaði að því, Jú annars þá kaupi ég Standapóstinn....Jón Gústi kaupir Dagblaðið og segist ekki lesa það svo ég tek það og les í því slúðurfréttir.

sunnudagur, júlí 22, 2007

'Eg fór í póstinn í gær föstudag og Vaskur skinnið sást hvergi og ég saknaði hans dálítið, þetta er nú einu sinni eini hundurinn sem hefur bitið í annan fótinn á mér.
'Eg er að huxa um að fara að skrifa frásagnir af þeim köttum sem ég er nú að fóðra það eru stórmerkilegir karakterar. En ég bakaði kleinur í morgun, skrapp síðan á bryggjuhátíð á Drangsnesi, borðaði sjávarrétti, rúgbrauð og saltað selspik, drakk fullt af kaffi, dansaði við Jón Bjarnason og Lóu frænku, kom við á Svanshól á heimleið skoðaði framkvæmdir og borðaði grillaðan kvöldverð, og síðan í afmælisveislu Söbbu þar sem var sungið og spilað etið og drukkið. og það er hreint ekki hægt að segja að það hafi ríkt nein hungursneyð hjá mér þennan daginn. ég slæptist um og tróð í mig allskyns kræsingum og hitti fullt af kátu fólki hvað á að hafa það betra.

fimmtudagur, júlí 19, 2007

það er komið kvöld og dagurinn í dag var þannig að ég gerði allt sem var á áætlun og er það mjög óvenjulegt því að ég er alltaf að búa mér til einhverja dagskrá sem stenst ekki. ..EN... ég kláraði að skrúfa saman burstabæinn og koma honum á sinn stað og þvílíkur léttir ég er búin að vera svo lengi að puða við þetta.... er að huxa um að halda reisugilli. það er þó eftir að fiffa smávegis við hann sem gerist seinna í góðu veðri.
'Eg bakaði kleinur og fékk að því loknu lánaðan jeppa hjá Jóni Gísla mínum og kerru hjá kaptein Jones. Nonni og Jón Gísli lyftu byggingunni í kerruna og ég brunaði síðan með þetta góss út í Sævang. 'A leiðinni gerði gjörningaveður í rigningarformi eins og hellt væri úr fötu og við að fara út úr bílnum varð ég alveg gegndrepa. Hrafnhildur mín var að gefa heimaalningunum og við fórum og tókum litla bæinn úr kerrunni og vorum eins ogrennandi blautir hundar af sundi dregnir á eftir. það var samt hlýtt og fínt og nú er hætt að rigna og mjög fallegt veður, hreint loftið og blankalogn.
'Eg fór svo út á Cafe Riis í kvöldmáltíð og þar var Kirkjubólsfólkið mitt að halda upp á afmæli Arnórs sem er tólf ára í dag.
Svo var Siggi með leiksýningu í galdrasafninu kl níu og fór hann alveg á kostum eins og hans var von og vísa.
'Isafjörður á morgun.. pósturinn af stað kl 7... eina sem ég er dálítið huxi yfir er hvernig ég muni haga mér gagnvart hundinum Vaski...vonandi hitti ég hann ekki neitt... ég ætti kannske að vera í stígvélum ???
'Eg er að lesa skemmtilega bók sem kemur á óvart.. Þar er talað um orkuleka hjá fólki..orð sem ég hef ekki séð áður og gerist þegar vart verður við endalausar óþarfa áhyggjur, þær draga úr okkur náttúrulegan lífsþrótt og orku . 'Ahyggjur gera það að verkum að orka og möguleikar leka út rétt eins og loft úr slöngu.... þegar hún er full af lofti kemstu auðveldlega á áfangastað...en ef hún lekur verður ferðin endaslepp.
Sköpunargleðin, bjartsýnin og drifkrafturinn hverfa og þú verður úrvinda.
ÞAð þarf að finna hvað manni finnst skemmtilegt að gera og nota orkuna sem býr í manni í það.
Og þarna stendur líka að allir sem vilja bæta andlega heilsu sína og lífsgæði gerðu vel í því að ná sér í blað og blýjant og skrifa niður markmið sín og drauma, og um leið og þetta hefur verið gert taka náttúrulögmálin við og fara að raungera þessa drauma.
Og annað sem stendur í þessarri litlu bók....ekki tileinka sér þann smásálarlega ósið að miða sjálfsmat þitt við álit annarra á þér. það sem þú segir við sjálfan þig er almikilvægast.
OG ef þú getur ekki hlegið að sjálfum þér geturðu ekki hlegið að neinu, stórt vandamál er að maður tekur lífið of alvarlega, sem leiðir af sér svartsýni, og leyfir manni ekki að njóta smáatriðanna.
'Eg er svo heppin að eiga góða vini sem geta hlegið með mér að ýmsu skrítnu sem okkur dettur í hug, það þarf enga bók til að finna það að hlátur er bætandi og hefur góð áhrif.
Þó er til öðruvísi og verri hlið á hlátri... þ.e.a.s. kvikindislegur hlátur, að óförum og vandamálum annarra,, best að sleppa slíku.
Nú ætla ég að fara út að glíma við kofann sem ég er að bögglast við að smíða, langar að fara að ljúka við hann, hlakka til að leggjast yfir bókina í kvöld...
Já ég mundi ekki að ég ætla á frumsýningu hjá Sigga í galdrasafninu í kvöld.....á 'Osköpin öll 'Alfar og tröll....það verður spennandi...
Það er alveg æðislegt veður núna ekkert ryk og logn og blíða.
Addi og Hildur og 'Ardís eru komin frá Finnlandi, Hlakka til að hitta þau. Þarf líka að baka kleinur í dag....

föstudagur, júlí 13, 2007

'Eg fór í póstferð í dag sem ekki er neitt í frásögur færandi...en lenti í ævintyri sem póstar lenda í í grínsögum .... Það beit nefnilega hundur í aðra löppina á mér..
Hann vissi ekki greyið að þegar hundar bíta bréfbera þá eiga þeir að bíta hann í rassinn en af því að ég var að skella mér inn í bíl þá skellti hann sér í löppina á mér heldur en ekki neitt.... Mér brá alveg ferlega og tennurnar á honum (hann heitir Vaskur)...festust í splunkunýkeyptufokdýrugallabuxnaskálminni minni (fór í þær í fyrsta skipti í dag) og það heyrðist crassj þegar buxurnar rifnuðu. Hann varð ferlega aulalegur og það lá við að ég kenndi í brjósti um hann grey hundspottið.
'Eg hef aldrei haldið að lappirnar á mér væru neitt sérlega girnilegar til átu og hann hefur líka flaskað á þessu.. varla hefur hann haldið að þetta væru bein, það er nefnilega frekar djúpt á þeim. 'Eg var að spekúlera úr hverju gallabuxur eru gerðar í dag. þær ættu nú að þola svona hundsbit. En ég skal nú vara mig á honum næst.

Af því að nafnið Vaskur er gamalt og gróið hundanafn datt mér í hug að einhver gæti...sem ekki er inni í gamaldags og góðum hundanöfnum haldið að það væri verið að tala um virðisaukaskatt....Bull...

'Eg heyrði alveg æðislegt lag í útvarpinu í dag það er á óútkomnum disk sem heitir íslandslög 2007.. gamalt lag "Blærinn í laufi " með Bó... skyldi ekki Svanhildi minni þykja það flott.... Það er föstudagur þrettándi í dag ekki fullt tungl en nýtt tungl...

Mér líður einkennilega í hundafætinum það kom samt ekki gat á hann, þetta er einskonar górillufótur með loðnar svarthærðar tær....

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Sit ein og hugsa ...í draumi þeirra daga.. stendur í einu ljúfu ljóði..... Það er varla tími til að hugsa þessa dagana... ég ek á 'ísafjarðarleiðinni eins og berserkur og útdeili pappírum á hvern bæ.. aðalatriðið er að halda Tucson sport bifreiðinni á veginum og halda fast í taumana, Vera ekki of mikið annars hugar...Nú eða þriðja....það var frí í dag og ég hef ekki gert neitt af viti, jú annars, borgaði helling af skuldum. og horfði á tvo þætti af Leiðarljósi sem Jóna var svo almennileg að taka upp fyrir mig. Björk er rokin á Blönduós í smá frí.
Og þá er að minnast hamingjudaga það var heilmikið um að vera og bærinn fullur af fólki. margt til skemmtunar og afspyrnu gott veður.. Allsstaðar skreytt og flott og Sævangur á sunnudeginum eftir hádegi með furðuleikana og það var fjör og það var fjör.... eg fór eldsnemma að sofa öll kvöldin en samt ekki laust við að ég væri hálf dösuð og þá sólbrunnin...Þá verð ég alltaf svo dösuð... alltaf að reyna að gera smá gagn hér og þar....Grunntónn spilaði í steikjandi sól úti undir vegg í Sævangi og ég sem ætlaði nú aldeilis að láta til mín taka í söng varð alveg raddlaus við að vinna öskurkeppnina annað árið í röð.... Það var morgunmatur á Riis... Jörundur á föstudagskvöldið og alveg svakalega gaman...Tertuhorror....Annars þær flottustu nærri sjötíu tertur í kirkjuhvamminum sem ég hef séð. Sýna samstarfsvilja kvennanna sem bökuðu þær....Hvað ætli þar hafi verið margar kaloríur.....Söngur glens og grín. Nú tekur við eðlilegt líferni.... Ísafjörður á morgun...best að fara að sofa snemma...
Búin að vera svo hryllilega dugleg alla síðustu viku að eg hef ekki haft tíma til að láta ljós mitt skína eins og vert væri með heimspekilegar ofurgáfulegar bloggfærslur....