það er komið kvöld og dagurinn í dag var þannig að ég gerði allt sem var á áætlun og er það mjög óvenjulegt því að ég er alltaf að búa mér til einhverja dagskrá sem stenst ekki. ..EN... ég kláraði að skrúfa saman burstabæinn og koma honum á sinn stað og þvílíkur léttir ég er búin að vera svo lengi að puða við þetta.... er að huxa um að halda reisugilli. það er þó eftir að fiffa smávegis við hann sem gerist seinna í góðu veðri.
'Eg bakaði kleinur og fékk að því loknu lánaðan jeppa hjá Jóni Gísla mínum og kerru hjá kaptein Jones. Nonni og Jón Gísli lyftu byggingunni í kerruna og ég brunaði síðan með þetta góss út í Sævang. 'A leiðinni gerði gjörningaveður í rigningarformi eins og hellt væri úr fötu og við að fara út úr bílnum varð ég alveg gegndrepa. Hrafnhildur mín var að gefa heimaalningunum og við fórum og tókum litla bæinn úr kerrunni og vorum eins ogrennandi blautir hundar af sundi dregnir á eftir. það var samt hlýtt og fínt og nú er hætt að rigna og mjög fallegt veður, hreint loftið og blankalogn.
'Eg fór svo út á Cafe Riis í kvöldmáltíð og þar var Kirkjubólsfólkið mitt að halda upp á afmæli Arnórs sem er tólf ára í dag.
Svo var Siggi með leiksýningu í galdrasafninu kl níu og fór hann alveg á kostum eins og hans var von og vísa.
'Isafjörður á morgun.. pósturinn af stað kl 7... eina sem ég er dálítið huxi yfir er hvernig ég muni haga mér gagnvart hundinum Vaski...vonandi hitti ég hann ekki neitt... ég ætti kannske að vera í stígvélum ???
'Eg bakaði kleinur og fékk að því loknu lánaðan jeppa hjá Jóni Gísla mínum og kerru hjá kaptein Jones. Nonni og Jón Gísli lyftu byggingunni í kerruna og ég brunaði síðan með þetta góss út í Sævang. 'A leiðinni gerði gjörningaveður í rigningarformi eins og hellt væri úr fötu og við að fara út úr bílnum varð ég alveg gegndrepa. Hrafnhildur mín var að gefa heimaalningunum og við fórum og tókum litla bæinn úr kerrunni og vorum eins ogrennandi blautir hundar af sundi dregnir á eftir. það var samt hlýtt og fínt og nú er hætt að rigna og mjög fallegt veður, hreint loftið og blankalogn.
'Eg fór svo út á Cafe Riis í kvöldmáltíð og þar var Kirkjubólsfólkið mitt að halda upp á afmæli Arnórs sem er tólf ára í dag.
Svo var Siggi með leiksýningu í galdrasafninu kl níu og fór hann alveg á kostum eins og hans var von og vísa.
'Isafjörður á morgun.. pósturinn af stað kl 7... eina sem ég er dálítið huxi yfir er hvernig ég muni haga mér gagnvart hundinum Vaski...vonandi hitti ég hann ekki neitt... ég ætti kannske að vera í stígvélum ???
5 Comments:
At 10:57 f.h., Nafnlaus said…
prufaðu bara að urra á hann??
At 11:35 f.h., Nafnlaus said…
vonandi gengur þetta vel, annars er möguleiki fyrir þig að fara að búa til bók um ykkur Vask ??;)
At 7:51 e.h., Nafnlaus said…
Taktu með þér fötu, fulla af skolpi, og láttu Vaskinn vita hvar Davíð keypti ölið.
At 12:07 e.h., Nafnlaus said…
Át hann þig nokkuð??
At 3:12 f.h., Nafnlaus said…
Huhuhu Vaskur var ekki á svæðinu þegar ég kom með póstinn núna.
Skrifa ummæli
<< Home