Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júlí 22, 2007

'Eg fór í póstinn í gær föstudag og Vaskur skinnið sást hvergi og ég saknaði hans dálítið, þetta er nú einu sinni eini hundurinn sem hefur bitið í annan fótinn á mér.
'Eg er að huxa um að fara að skrifa frásagnir af þeim köttum sem ég er nú að fóðra það eru stórmerkilegir karakterar. En ég bakaði kleinur í morgun, skrapp síðan á bryggjuhátíð á Drangsnesi, borðaði sjávarrétti, rúgbrauð og saltað selspik, drakk fullt af kaffi, dansaði við Jón Bjarnason og Lóu frænku, kom við á Svanshól á heimleið skoðaði framkvæmdir og borðaði grillaðan kvöldverð, og síðan í afmælisveislu Söbbu þar sem var sungið og spilað etið og drukkið. og það er hreint ekki hægt að segja að það hafi ríkt nein hungursneyð hjá mér þennan daginn. ég slæptist um og tróð í mig allskyns kræsingum og hitti fullt af kátu fólki hvað á að hafa það betra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home