Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, júlí 13, 2007

'Eg fór í póstferð í dag sem ekki er neitt í frásögur færandi...en lenti í ævintyri sem póstar lenda í í grínsögum .... Það beit nefnilega hundur í aðra löppina á mér..
Hann vissi ekki greyið að þegar hundar bíta bréfbera þá eiga þeir að bíta hann í rassinn en af því að ég var að skella mér inn í bíl þá skellti hann sér í löppina á mér heldur en ekki neitt.... Mér brá alveg ferlega og tennurnar á honum (hann heitir Vaskur)...festust í splunkunýkeyptufokdýrugallabuxnaskálminni minni (fór í þær í fyrsta skipti í dag) og það heyrðist crassj þegar buxurnar rifnuðu. Hann varð ferlega aulalegur og það lá við að ég kenndi í brjósti um hann grey hundspottið.
'Eg hef aldrei haldið að lappirnar á mér væru neitt sérlega girnilegar til átu og hann hefur líka flaskað á þessu.. varla hefur hann haldið að þetta væru bein, það er nefnilega frekar djúpt á þeim. 'Eg var að spekúlera úr hverju gallabuxur eru gerðar í dag. þær ættu nú að þola svona hundsbit. En ég skal nú vara mig á honum næst.

Af því að nafnið Vaskur er gamalt og gróið hundanafn datt mér í hug að einhver gæti...sem ekki er inni í gamaldags og góðum hundanöfnum haldið að það væri verið að tala um virðisaukaskatt....Bull...

'Eg heyrði alveg æðislegt lag í útvarpinu í dag það er á óútkomnum disk sem heitir íslandslög 2007.. gamalt lag "Blærinn í laufi " með Bó... skyldi ekki Svanhildi minni þykja það flott.... Það er föstudagur þrettándi í dag ekki fullt tungl en nýtt tungl...

Mér líður einkennilega í hundafætinum það kom samt ekki gat á hann, þetta er einskonar górillufótur með loðnar svarthærðar tær....

2 Comments:

  • At 2:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þarftu ekki að fara til læknis eftir bitið?? 'eg myndi halda það.. hvað ætli dyið myndi gera ef það væri bitið tilbaka?? Hætta yfirleitt að bíta?? leiðinlegt með nyju buksunar:(

     
  • At 10:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jahérna, ekki vissi ég að fæturnir á þér væru svona djúsí. Þarf að kíkja á þær næst þegar ég hitti þig. Gott að vita af svona djúsí leggjum ef maður verður svangur eins og Vaskur. Aumingja Vaskur að vera svona svangur. Við ættum kannski að færa honum bein.
    Ljótt að heyra með nýju fínu gallabuxurnar. Næst þegar þú kaupri svona dýrar gallabuxur skaltu spyrja hvort þær séu hundabitspóstberaheldar. OK!

    Knús frá Kiðlingi

     

Skrifa ummæli

<< Home