Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Já á commenti við síðasta bloggi mínu kom fram fyrirspurn frá Ellu vinkonu um fröken Lukku þá íturvöxnu snót.. Hún er nú búin að hafa sig frekar hæga fyrir utan tilraunir til þess að fljúga og hefur lent heldur harkalega í tvö skipti.. það er svosem ekkert nýtt..hún hefur alltaf verið á hausnum. og fengið marga óþægilega byltu gegn um tíðina, eins og hún hafi stundum flýtt sér um of . 'Eg reyni náttúrlega að halda aftur af þessum æðibunugangi en það er alltaf eitthvað spennandi að gerast og skemmtilegt, og þá hleypur í hana galsi og hún gáir ekki niður fyrir fæturna á sér og hnýtur þar af leiðandi um ýmislegt sem ég hef raðað í garðinum mínum.
Já Lukka er stórskrítið fyrirbæri og lætur ekki alltaf skynsemina ráða en veður oft áfram eins og hún eigi allan heiminn, sama hvað ættarhugboðið nöldrar og nuddar. Hún skemmtir sér líka yfir ótrúlegustu hlutum.
Hún er líka algjört gæðablóð og skilur ekkert í því þegar einhver tekur það óstinnt upp þegar hún er að vasast í einhverju sem henni kemur ekki nokkurn hlut við og heldur að hún sé að hjálpa til
'I raun og veru er hún ægilegur egóisti og gallagripur og elskar sjálfa sig út af lífinu. En myndi vaða eld og vatn fyrir vini sína og fjölskylduna. enda er það yfirleitt hið ágætasta fólk.......'Eg hlakka svakalega til að fara í afmælið hans Adda á laugardaginn. Og er mjög ánægð með það sem mér hefur tekist að koma í verk undanfarna daga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home