Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Það er enn og aftur kominn þriðjudagur og síðasta vika fór í að fara aftur til Reykjavíkur .Fór á fimmtudag og Ella á Gili með mér við komum til Guja og möggu í bústaðinn í Hrauntungunni og Ella varð þar eftir Eg gisti hjá Hönnu Siggu. flutti svo á B.9 og var þar einbúi tvær nætur því Árdís fór í Undraland.-- Sinnti ýmsum erindum.-- Fór í matarboð til Hildar og Adda. -- Las bókina "Undir Glerhjálminum."-- Slappaði af..-- Fór síðan á laugardaginn með Önnu Jörg. og Hönnu Siggu í Presleyferðalag íí Grímsnesið. Það er árlegur viðburður... Við fórum á spánnýja Chevrolettanum hennar Önnu. Reglulega ljúfur bíll..við ætluðum að fara í Kerið á tónleika en bílaröðin þar var endalaus svo við hættum við það og sparaðist með því þúsundkall á mann, og við sluppum við að sjá Árna Johnsen slefa á Hreim. Viðbjóðslegt.... Heim á Sunnudaginn, kom við á Eyri hjá Guja og Möggu. Svo í Sævangi í veislu í boði leikfélagsins á óformlegan fund. tertur og annað gæða bakkelsi með kaffinu.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

blogga blogga blogga Búin að vera mánudag ,þriðjudag miðvikudag og fimmtudag í R.vík og hafa það aldeilis gott, liggja og lesa fullt af bókum , fara út að borða með Adda, Hildi, Brynjari, Hönnu Siggu´, Árdísi og Jóni, svo kom Jón Gísli í bæinn líka. Við Hildur fórum að versla. Ég keypti nokkrar hugmyndir að jólagjöfum,Tíhí Segi ekki meir. Jú ég fann loksins sallafínann sundbol sem passaði á minn stórkostlega myndarlega kropp. Hinir tveir gömlu voru komnir í tætlur.
Ég rúllaði síðan norður á föstudegi og skellti mér á Álftagerðisbræður sem sungu af list í bragganum og sögðu brandara. Góðir..
Ég man ekki hvað ég gerði í gær nema brytjaði haug af sveppum sem uxu á galdrasafnsþakinu og steikti þá. Nú og gerði tilraun til að fara í sund í gærkvöldi
en það fór öðruvísi en ætlað var og strandaði hjá Nonna og Svönu......
Í dag var svo Hrútadagurinn hjá sauðfjársetrinu og var þar gífurlegur fjöldi af fólki. bílarnir komust ekki fyrir og sumir lögðu fyrir utan hlið og hinumegin við veginn vaaaá. Ég reyndi svo að veiða silung í Steinadalsánni enn veiddi ekkert. og sá ekki að það væri neinn fokking silungur.
Fréttir af Skottu D. Hún var að laumast til að hakka í sig smáfugl undir baðkerinu í morgun. Síðan er hún búin að vera reglulega sleikju og smjaðursleg í fasi.
Ég synti 500 metra fyrir hádegi.....

h?r koma svo konurnar sem tyndust ur myndasyrpunni fra fer?alaginu, taer hurfu bara

aldeilis gaman jibbi jey

grrrrrrrrrrrrrrrrr

djammad og djusad, Hildur flott

skakki turninn i skipholtinu

litill madur med gitarinn sinn i brekkusong

og litlu d?murnar

H?si? Dv?l Vi? K?pnesbrautina rosalega or?i? flott

mánudagur, ágúst 15, 2005


Og hér ein táknræn mynd fyrir sumarid 2005

Ja hérna hér, ekki er það fagurt innviðirnir.

Smidurinn virdir fyrir ser fyrrverandi stodir

Og svona Ekki er allt sem synist

Svona voru innviðirnir

Setið að sumbli vð Klofning sjá má hausa undir bekknum þar sem setið var i lautu og fallegt er útsýnið
Glaðar á svipinn fallegar konur í ferðinni

Hér er Jón Stefánsson að flytja heim bilaðan vörubíl

Hér eru svo bræður tveir

Þá eru Lýður og Jón næstir að fá kross á sín leiði.

Fallegir krossar hja honum Hlyn

Glímt við krossinn hans Jóns OOOH gat nú skeð að myndin lægi á hliðinni.

Rétt skal það vera, krossinn hennar mömmu
Sunnudagur var í gær og eftir að Svana og Nonni höfðu boðið mér í hrygg með tilheyrandi meðlæti í hádeginu fórum við Svanhildur fórum yfir að Eyri og moldvörpuðumst þar í kirkjugarðinum og rákum niður krossa og blóm og reyttum gras´ásamt Guðjóni , Möggu og Ágústu Höllu. Á meðan gerði Jón Gísli minn við bifreiðina mína þökk sé honum. Síðan var slegið til veislu og fórum við þaðan saddar og sælar. eftir það fór ég norður að Hóli því Inga hafði gleymt smáhlut í bílnum. og svo í Pottinn góða ásamt Höllu. Nú er ég að fara til Reykjavíkur og á að mæta hjá Bjarna Hannessyni á miðvikudag.
Ja ja. þetta er framhald af ferðasögunni.suður yfir Steinadalsheiði var haldið, komið við í Skriðulandi, Áfram út Skarðsströnd í Skarðsstöð og að Skarði . Þar gengu sumir í kirkju og hófu upp raust sína og kyrjuðu sálma sem efalaust hafa gefið fararheill. Ég hafði komið í kirkju þessa áður og lét mér nægja að taka mynd af kirkjudyrum og lyklinum sem var mér afar minnisstæður. Sat svo og skrafaði við hundkvikindi það er sjá má á mynd hér fyrir neðan. Inga gaf honum kleinu og þetta var mjög hamingjusamur og fallegur hundur. Næsti viðkomustaður var út við Klofning. Þar var ekið "í gegn um hól" og sest út í þúfur og etið nesti í skítakulda og sólskini, sumir tíndu ber...
Svo var ekið um efribyggð og áfram Fellsströnd, þar fórum við fram úr hestahóp og reiðfólki og var þar fremstur í flokki Haddó bróðir Ellu. Í Búðardal og út í Eiríksstaði þar sem við skoðuðum víkingaskála, settumst við langeld átum eldbakað brauð og hlýddum á sögur,, það fannst mér afar notalegt og hefði alveg viljað vera þar lengur og hlusta á fleiri sögur. en ekki dugði að hangsa og nú var farið aftur í Búðardal og etinn nútímakvöldverður afar góður.Svo til baka að Skriðulandi þar sem ég spilaði nokkur lög á nikku og söng þá allur þingheimur. Þar var Snigill við afgreiðslu á barnum. eftir þetta var farið heim um Steinadalsheiði aftur og svo fundum við vinkonurnar hval sem hafði rekið á fjörur Billa á Grund. þetta var viðbjóðslegt hvalhræ svolítið úldið og götótt, og ég klöngraðist niður í fjöru og tók myndir af því. Og eru þær birtar hér að neðan. Í ferðalok fór ég með Ingu norður til síns heima, og endaði í heita pottinum á Svanshóli. Síðan heim að sofa. góður endir á skemmtilegum degi með skemmtilegu fólki.
Hver andskotinn varð af því sem ég var að blogga það hvarf...... Klukkan er orðin svo margt, ég ætla að blogga í fyrramálið...
Það er algjör kúnst að skrifa ekki íslenska stafi svo komi ekki spurningarmerki í staðinn með myndunum, En ég fór í gær í ferðalag og þær fóru með mér Inga á Hóli og Ella á Gili kátar og hressar svo var fullt af öðru fólki og farið á nokkrum bílum, Vodafonekagganum mínum Halla fór á Græna, Svo var Siggi Villa fararstjóri, Ási, Bjarni Mýrabóndi, Maríus,Guðrún á sínum fjallabíl, Maggi Jó, og Steina á Enni, og allir þessir bílstjórar voru með fullt af fólki með sér.Það var farið yfir steinadals

Stóru vinirnir hennar Skottu saddir og sælir eftir að hafa troðið sig út á músastöppu úr dós, og nýveiddum fuglabringum

Hér er nú að mestu búið að laga húsið hjá Svönu og Nonna

Og þetta er andlitsmynd af hvalnum algjör viðbjóður

þetta er hvalógeðið sem við fundum á leidinni heim

Og þettaer kirkjulykillinn ad kirkjunni á Skarði á Skarðsströnd

þetta er hundur sem ég hitti á ferðalagi í gær á Skarði á Skarðsströnd

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Það er orðið langt síðan ég hef komið því í verk að skrifa eitthvað en nú skal bætt úr . Ég er búin að sitja kófsveitt og berjast hetjulegri baráttu í morgun við að búa til bangsaskrokka og miðað við hvað ég er hryllilega lagin í höndunum þa er ég komin að þeirr spaklegu niður stöðu að handlagnin dugi betur á einhvað annað. Bangsar eiga að vera flottir mjúkir og heillandi fyrir lítil börn. þessir eru grjótharðir. bognir í baki og asnalegir með afbrigðum og heimskulegir á svipinn. Ég hef svosem ekki spreytt mig á bangsagerð síðan ég bjó til risastóran bangsa fyrir Svönu. en kannske kemur þetta. aaaargh.
Við Halla fórum norður í Árneshrepp í gær það var ágætis ferð. hún var að skógræktast og við hittum fullt af fólki.
Ég er hrædd um að heiðursbifreiðin með Vodafonemerkinu sé að týna undan sér einhverjum parti af púströrinu einu sinni enn, ég verð líklega að gefast upp og kaupa nýtt en finnst það hálf skítt eins og þeir heiðursviðgerðamenn eru búnir að hafa fyrir því að tjasla þessu saman. Ég er að reyna að húkka kettina í Víkurtúninu á mynd þar sem þeir lúra saman í körfu með þvotti.það hefur ekki tekist ennþá, þeir hoppa alltaf uppúr þegar ég kem og vilja kátir fá að borða.