Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 15, 2005

Ja ja. þetta er framhald af ferðasögunni.suður yfir Steinadalsheiði var haldið, komið við í Skriðulandi, Áfram út Skarðsströnd í Skarðsstöð og að Skarði . Þar gengu sumir í kirkju og hófu upp raust sína og kyrjuðu sálma sem efalaust hafa gefið fararheill. Ég hafði komið í kirkju þessa áður og lét mér nægja að taka mynd af kirkjudyrum og lyklinum sem var mér afar minnisstæður. Sat svo og skrafaði við hundkvikindi það er sjá má á mynd hér fyrir neðan. Inga gaf honum kleinu og þetta var mjög hamingjusamur og fallegur hundur. Næsti viðkomustaður var út við Klofning. Þar var ekið "í gegn um hól" og sest út í þúfur og etið nesti í skítakulda og sólskini, sumir tíndu ber...
Svo var ekið um efribyggð og áfram Fellsströnd, þar fórum við fram úr hestahóp og reiðfólki og var þar fremstur í flokki Haddó bróðir Ellu. Í Búðardal og út í Eiríksstaði þar sem við skoðuðum víkingaskála, settumst við langeld átum eldbakað brauð og hlýddum á sögur,, það fannst mér afar notalegt og hefði alveg viljað vera þar lengur og hlusta á fleiri sögur. en ekki dugði að hangsa og nú var farið aftur í Búðardal og etinn nútímakvöldverður afar góður.Svo til baka að Skriðulandi þar sem ég spilaði nokkur lög á nikku og söng þá allur þingheimur. Þar var Snigill við afgreiðslu á barnum. eftir þetta var farið heim um Steinadalsheiði aftur og svo fundum við vinkonurnar hval sem hafði rekið á fjörur Billa á Grund. þetta var viðbjóðslegt hvalhræ svolítið úldið og götótt, og ég klöngraðist niður í fjöru og tók myndir af því. Og eru þær birtar hér að neðan. Í ferðalok fór ég með Ingu norður til síns heima, og endaði í heita pottinum á Svanshóli. Síðan heim að sofa. góður endir á skemmtilegum degi með skemmtilegu fólki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home