Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Það er orðið langt síðan ég hef komið því í verk að skrifa eitthvað en nú skal bætt úr . Ég er búin að sitja kófsveitt og berjast hetjulegri baráttu í morgun við að búa til bangsaskrokka og miðað við hvað ég er hryllilega lagin í höndunum þa er ég komin að þeirr spaklegu niður stöðu að handlagnin dugi betur á einhvað annað. Bangsar eiga að vera flottir mjúkir og heillandi fyrir lítil börn. þessir eru grjótharðir. bognir í baki og asnalegir með afbrigðum og heimskulegir á svipinn. Ég hef svosem ekki spreytt mig á bangsagerð síðan ég bjó til risastóran bangsa fyrir Svönu. en kannske kemur þetta. aaaargh.
Við Halla fórum norður í Árneshrepp í gær það var ágætis ferð. hún var að skógræktast og við hittum fullt af fólki.
Ég er hrædd um að heiðursbifreiðin með Vodafonemerkinu sé að týna undan sér einhverjum parti af púströrinu einu sinni enn, ég verð líklega að gefast upp og kaupa nýtt en finnst það hálf skítt eins og þeir heiðursviðgerðamenn eru búnir að hafa fyrir því að tjasla þessu saman. Ég er að reyna að húkka kettina í Víkurtúninu á mynd þar sem þeir lúra saman í körfu með þvotti.það hefur ekki tekist ennþá, þeir hoppa alltaf uppúr þegar ég kem og vilja kátir fá að borða.

3 Comments:

  • At 8:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman að heyra frá þér, hm já stóri bangsinn var nú flottur:)Og ltiltu verða það örugglega líka.

     
  • At 9:50 e.h., Blogger Helen said…

    Við viljum endilega fá þessa grjóthörðu og asnalegu bangsa til London - við erum vissar um að þetta sé klikk flott hjá þér kona.

    Luv Helen, Tótla og Árdís dóttir þín

     
  • At 9:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Góðar!!!!

     

Skrifa ummæli

<< Home