Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, ágúst 21, 2005

blogga blogga blogga Búin að vera mánudag ,þriðjudag miðvikudag og fimmtudag í R.vík og hafa það aldeilis gott, liggja og lesa fullt af bókum , fara út að borða með Adda, Hildi, Brynjari, Hönnu Siggu´, Árdísi og Jóni, svo kom Jón Gísli í bæinn líka. Við Hildur fórum að versla. Ég keypti nokkrar hugmyndir að jólagjöfum,Tíhí Segi ekki meir. Jú ég fann loksins sallafínann sundbol sem passaði á minn stórkostlega myndarlega kropp. Hinir tveir gömlu voru komnir í tætlur.
Ég rúllaði síðan norður á föstudegi og skellti mér á Álftagerðisbræður sem sungu af list í bragganum og sögðu brandara. Góðir..
Ég man ekki hvað ég gerði í gær nema brytjaði haug af sveppum sem uxu á galdrasafnsþakinu og steikti þá. Nú og gerði tilraun til að fara í sund í gærkvöldi
en það fór öðruvísi en ætlað var og strandaði hjá Nonna og Svönu......
Í dag var svo Hrútadagurinn hjá sauðfjársetrinu og var þar gífurlegur fjöldi af fólki. bílarnir komust ekki fyrir og sumir lögðu fyrir utan hlið og hinumegin við veginn vaaaá. Ég reyndi svo að veiða silung í Steinadalsánni enn veiddi ekkert. og sá ekki að það væri neinn fokking silungur.
Fréttir af Skottu D. Hún var að laumast til að hakka í sig smáfugl undir baðkerinu í morgun. Síðan er hún búin að vera reglulega sleikju og smjaðursleg í fasi.
Ég synti 500 metra fyrir hádegi.....

3 Comments:

  • At 11:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kattarskömmin!

     
  • At 3:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dugleg næst syndiru aðeins meira:>

     
  • At 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló þú ert nú búin að koma aftur suður og fara aftur norður, og hvað svo??bíð spennt.

     

Skrifa ummæli

<< Home