Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 26, 2004

Jóladagur: vaknaði snemma og fór að bauka við að búa til desertinn sem ég hafði ekki komið í verk í gær. það gekk vel að vanda. og svo bjó ég til meira síldarsalat og setti síðan fórum við öll héðan upp í Steinó og héldum þar matarveislu. með dálítið öðru sniði en venjulega svona Ís--Kalt borð..mjög gott að fá svona meira léttmeti. Færðin var góð nema þessi árans svell á veginu m, engir almennilegir skaflar, gullvagninn fór fremstur og alveg heim á hlað. ekki einu sinni skafl hjá fjárhúsunum. Jón Gísli fór aðeins fram á dal á jeppanum til að bæta sér upp þetta skaflaleysi.. svo var spilað og spjallað. og haldið heim um kvöldmatarleytið nema Brynja sem þurfti að fara að vinna kl fjögur.. Árdís hafði maatarboð á aðfangadagskvöld fyrir Hönnu Siggu Hörpu og Gísla, sem leigir hjá Hörpu..
<: Ég er að drepast úr hreyfingarleysi...aaaarrrrrgh.
Búin að hanga yfir sjónvarpinu , borða laufabrauð, og lesa í allan dag nema þegar ég skauzt á jólabarnaballið. þar var múgur og margmenni og alltaf jafn gaman að sjá hvað allir voru fínir og glaðir í jólafötunum sínum. Bjarni Ómar söng vel og skemmtilega eins og hans er von og vísa og fjórir Jólasveinar hoppuðu í salinn og gáfu börnunum svala. Það er ömurleg hálka og ekki hægt að fara út að skokka...Á aðfangadag var svælingsbylur og slæm veðurspá svo ég fór ekkert heim þrátt fyrir áð Jóni Gísla fyndist það bévítans aumingjaskapur..Ég fór í aftansöng í kirkjunni og var næstum því orðin mér til skammar því ég var svo syfjuð og löppin á mér var alveg að segja upp..
En það var mjög notalegt jólahaldið hérna hjá mér.allt fínt og flott. Ég borðaði hangikjöt og síldarsalat og laufabrauð í jólamat. og drakk bláberjate og kex með osti í kvöldkaffinu. opnaði allar jólagjafirnar mínar og það var nú ekkert smáræði. fékk sex bækur, tvo engla, Jólasvein, lampa, fullt af flottum myndum, Körfu með allskyns góðgæti, kerti, skrítinn stein, Æðislega hillu sem Nonni smíðaði, og geisladisk sem Árdís tók upp heima í Steinó, Svo talaði ég við Árdísi ,Hönnu Siggu og Gústa, svaf yfir biskupnum í sjónvarpinu og las á jólakortin sem eru hér hjá mér og drattaðist svo í rúmið.las eina línu og svaf svo til hálf tíu á jóladagsmorgun.

fimmtudagur, desember 23, 2004

Hæ Hó. nú er komin þorláksmessa og mér finnst ekki vera nema einn dagur síðan í fyrra á þorláksmessu tíminn hefur liðið eitthvað svo fljótt.....en altt sem hefur gerst síðan þá það er ekki neitt smáræði... og nú eru að koma jól eina ferðina enn , alltaf sama stuðið þegar fólk er hraust, en því átakanlegra hjá þeim sem eru það ekki, og þeirra aðstandendum. það eru horfur á að þetta verði þau jól sem ér kemst ekki heim því það er spáð snarvitlausu veðri á aðfangadag og nú er ég orðin svo skynsöm að ég æði ekki út í´öll veður hoho... én kannske er það nú vegna þess að ég er með aðra löppina frekar lélega til gangs og bakið er ekki til moksturs. Nefnilega í vondum veðrum verður maður að geA HOPPAÐ ÚT ÚR BÍLNUM OG MOKAÐ SNJÓ EINS OG ÓÐUR BAVÍANI.
Gústi hringdi líka til að ræða þetta og hafði áhyggjur af því ef ég færi að ana út í eitthvert óveður. en við ákváðum bara að fresta jólunum aðeins...
Já og svo er þess að geta að hún Árdís mín sendi mér nýja MÚS alveg dúndur mús = þ.e. tölvumús.. og hún er eins og hugur manns ég var alveg að fara á límingunni út af gömlu músinni, sargaði henni af öllum kröftum fram og aftur og ekkert gekk. semsagt ný svört mús með ljósi í.. sem þarf varla að koma við til að hún sinni sínum störfum...takk Árdís mín .
Nú svo ætlaði ég að skella nýju músinni í en..púff.. þá gerðist ekkert...Jón kom svo og las eitthvað yfir þeim þ.e. músunum. og þá var nú allt í lagi galdra galdra..... takk Jón minn... Nú og í gærkvöld gerðist enn eitt mjög langþráð atvik.. Smíðameistari fjölskyldunnar birtist hér og hífaði upp stóru hurðina inn á ganginn í Undirheimum.. Þ.e. Hýbýlum vindanna. og nú er alveg dásamlegt að loka og opna...Takk Jón Gísli minn....
Ég á líka eitt hér sem er orðið sjaldgæft að sjá hehe. einfalda gluggarúðu með frostrósum á ég var að reyna að taka mynd af henni.. OG ég verð að fara að læra að setja myndir inn á bloggið mitt Jooooón plíííís.
OG ég er búin að pakka öllum jólagjöfunum og á eftir aðeins smávegis kort og annað pínkupons sem heyrir jólasveinunum til.. og er líka búin að gera sjálf eitt sem ég er búin að hlakka mjög til og það er að skafa gamlar málningar skellur af eldhúsgólfinu og skrúbba það og bóna. það verður nú aldrei flott en lagaðist mikið. ég hefði átt að taka sögulega mynd af því á undan og eftir, eins og í Ísland í bítið þegar verið er að lappa upp á konurnar.
Jæja nú er´það stiginn og svo fer nú að verða fínt.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Þá eru nú tónleikarnir búnir og tókust með ágætum eins og búast mátti við.... Hér var Halla að renna fram hjá H.sjöunni komin heilu og höldnu úr höfuðborginni með Finn, Sögu, litlu strumpana og kettina. Hún setti þokulúðurinn á um leið og hún renndi framhjá. Siggi og Alex voru líka komin til síns heima. það er hryllilega tómlegt hér á bæ þegar þær skotturnar eru farnar.. enginn kvöldmatur eða neitt, ég veslast örugglega upp af hungri og leiðindum..björt framtíð það eða hittþó....Í morgun þegar Björk ætlaði að fara að setja dótið sitt út í bílinn þá gat hún ekki opnað afturhurðina og varð að fara með bílinn út á verkstæði og láta opna hann, við Alex vorum út af þessu alveg hryllilega hjátrúarfullar. það gæti verið varasamt fyrir hana að fara, þetta væri örugglega vísbending frá æðri máttarvöldum um það....þetta væri allt að því eins slæmt og svartir hlaupandi kettir .Nú en þetta gekk nú allt vel...ójá .. ég hef ekki farið í tölvuna mína lengi skil ekki hvernig hægt hefur verið að nota músina hún er alveg óþolandi óþjál.....Ég ætla nú að fara að pakka inn jólagjöfum.. bless í bili.....
Hó Hó.... Það er komið frost og það er nú meiri brunagaddurinn hér á skrifstofunni minni.. Heimilisfólkið mitt er allt farið. Björk mín Skotta fór heim á Blönduós og var komin þangað um kl.sex eftir langa og stranga ferð í fljúgandi hálku. það var flutningabíll útaf sunnan í Ennishálsinum en hún komst framhjá enda á háfjallabíl. ekki vildi ég vera á flutningabíl í þessu færi. Ég heyri nú í stórum bíl á keðjum hér úti nú í augnablikinu....Alex og Siggi fóru suður eftir hádegið ég hef ekkert heyrt frá þeim ennþá. og Halla er á leið sunnannað með litlu strumpana, Finn og kettina, Jón Gísli minn er hjá Djúpavík á heimleið á veghefli og Haddi á Ísafirði.. mikið verð ég fegin þegar allt þetta fólk er komið á leiðarenda í kvöld. Og nú erum við nafna að fara á tónskólatónleika upp í kirkju, gaman gaman.

mánudagur, desember 06, 2004

Það er orðið svoooo langt síðan ég bloggaði síðast það hefur svooo mikið verið að gera.. julemærket gengur afbragðsvel og kemur fullt af fólki og svoleiðis.. Mér finnst ég aðeins vera að lagast í lappar og bakdraslinu. Stundum... Það var þrusuveisla í ferðaþjónustunni hjá Jóni og Ester.. Alex bauð til veislu og Siggi eldaði Réttinn og Alex og Susanne systir hennar bökuðu geðveika köku í eftirrétt.MMMMMMMMM. Björk sveiflaði eldboltum og Heilög þrenning af Höfðagötu 7 og 13. og Jón og Ester sungum hugljúf þjóðlög með mínum einstaklega frækilega gítarundirleik og allir jóðluðu með af miklum krafti ...hollaría hó.