Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 15, 2004

Hó Hó.... Það er komið frost og það er nú meiri brunagaddurinn hér á skrifstofunni minni.. Heimilisfólkið mitt er allt farið. Björk mín Skotta fór heim á Blönduós og var komin þangað um kl.sex eftir langa og stranga ferð í fljúgandi hálku. það var flutningabíll útaf sunnan í Ennishálsinum en hún komst framhjá enda á háfjallabíl. ekki vildi ég vera á flutningabíl í þessu færi. Ég heyri nú í stórum bíl á keðjum hér úti nú í augnablikinu....Alex og Siggi fóru suður eftir hádegið ég hef ekkert heyrt frá þeim ennþá. og Halla er á leið sunnannað með litlu strumpana, Finn og kettina, Jón Gísli minn er hjá Djúpavík á heimleið á veghefli og Haddi á Ísafirði.. mikið verð ég fegin þegar allt þetta fólk er komið á leiðarenda í kvöld. Og nú erum við nafna að fara á tónskólatónleika upp í kirkju, gaman gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home