Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 26, 2004

Jóladagur: vaknaði snemma og fór að bauka við að búa til desertinn sem ég hafði ekki komið í verk í gær. það gekk vel að vanda. og svo bjó ég til meira síldarsalat og setti síðan fórum við öll héðan upp í Steinó og héldum þar matarveislu. með dálítið öðru sniði en venjulega svona Ís--Kalt borð..mjög gott að fá svona meira léttmeti. Færðin var góð nema þessi árans svell á veginu m, engir almennilegir skaflar, gullvagninn fór fremstur og alveg heim á hlað. ekki einu sinni skafl hjá fjárhúsunum. Jón Gísli fór aðeins fram á dal á jeppanum til að bæta sér upp þetta skaflaleysi.. svo var spilað og spjallað. og haldið heim um kvöldmatarleytið nema Brynja sem þurfti að fara að vinna kl fjögur.. Árdís hafði maatarboð á aðfangadagskvöld fyrir Hönnu Siggu Hörpu og Gísla, sem leigir hjá Hörpu..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home