Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 15, 2004

Þá eru nú tónleikarnir búnir og tókust með ágætum eins og búast mátti við.... Hér var Halla að renna fram hjá H.sjöunni komin heilu og höldnu úr höfuðborginni með Finn, Sögu, litlu strumpana og kettina. Hún setti þokulúðurinn á um leið og hún renndi framhjá. Siggi og Alex voru líka komin til síns heima. það er hryllilega tómlegt hér á bæ þegar þær skotturnar eru farnar.. enginn kvöldmatur eða neitt, ég veslast örugglega upp af hungri og leiðindum..björt framtíð það eða hittþó....Í morgun þegar Björk ætlaði að fara að setja dótið sitt út í bílinn þá gat hún ekki opnað afturhurðina og varð að fara með bílinn út á verkstæði og láta opna hann, við Alex vorum út af þessu alveg hryllilega hjátrúarfullar. það gæti verið varasamt fyrir hana að fara, þetta væri örugglega vísbending frá æðri máttarvöldum um það....þetta væri allt að því eins slæmt og svartir hlaupandi kettir .Nú en þetta gekk nú allt vel...ójá .. ég hef ekki farið í tölvuna mína lengi skil ekki hvernig hægt hefur verið að nota músina hún er alveg óþolandi óþjál.....Ég ætla nú að fara að pakka inn jólagjöfum.. bless í bili.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home