Þetta er aldeilis hræðilegt að hafa ekki tölvu heima hjá sér en það stendur til bóta, margt skemmtilegt hefur skeð síðan síðast, það besta var einn dýrðlegur eldhúsdagur á Höfðagötu 7... þar sem Guji Fr og Lói fóru á kostum með allskyns verklegar framkvæmdir. settu upp skápana mína og plöturnar í loftið, steyptu í gólfið og voru skemmtilegir, semsagt frábært, það er búið að vera fullt að gera á sauðfjársetrinu. ættarmót í kaffihlaðborð um helgina, það var fólkið hennar Ragnheiðar í Húsavík . Nú svo komu fjörutíu manns frá Borgarnesi í fyrradag það voru eldsprækir eldriborgarar. þau borðuðu súpu salat og brauð sem Hrafnhildur bakaði og gerði mikla lukku , 'Eg spilaði svo fyrir þau á harmonikku og þau sungu og dönsuðu í anddyrinu á Sævangi. Svo í gærkvöldi þá voru SigAtlas og Maggi á Bakka með kvöldvöku fyrir þau í laugarhóli og ég með smá harmonikkuball fyrir þau á eftir sem stóð til kl tólf. ég náði því þó áður að fara í heilsulindina hjá Höllu.. ég er ekki viss um að ég hefði lifað þetta af annars
þriðjudagur, júní 29, 2004
miðvikudagur, júní 23, 2004
Þetta er nú aldeilis forkostulegur dagur.. ég er svo til ógangfær.. það brakar í hverju beini og vöðvarnir í mér eru eins og óvirk klessa,öll liðamót eru nautstirð ..en röddina er ég búin að endurheimta að mestu.. og svo er jónsmessunótt í nótt.. þá á maður að velta sér allsber upp úr döggvotu grasi og eiga þá allir kvillar að læknast...mér veitti ekki af því... en það er orðið svo andskoti kalt úti.. og nú er allt í einu komin rigning ég sem var að láta mig dreyma um að horfa á sólina koma upp úr hafinu... það er eins og vant er ég ætti nú að vera farin að hætta slíku.... "gámur og krani" nei kraninn er farinn í staðinn kemur ónýtur traktor... Semsagt ´"gámur og traktor " sem þýðir Svei og fjandinn
mánudagur, júní 21, 2004
Við bökuðum allan laugardaginn og svo fór ég í óvenjulegt útibrúðkaup á Svanshóli, það var mjög flott, hátíðlegt, fallegt, skemmtilegt og góður matur, og gott veður.
'Eg er gjörsamlega þegjandi hás .. það er eftir öskurkeppnina í gær..mér væri nær að vera í kirkjukórnum eins og Lilli Jóns.. en hann er í þjálfun og vann keppnina með glæsibrag.. ÞAð var ógisslega gaman á þessum furðuleikum . frænka Charleys mætti og Bakkabræður hlupu með hana í kvennahlaupinu...Við Hrafnhildur slógum í gegn við eldhúsverkin og fengum hrós frá góðu fólki sem borðaði kökurnar okkar. 'Eg fékk lánaðan Jólasveinabúning sem jólasveinarnir fá að geyma hjá Heiðu Ragga .Það eru sparifötin sem þeir fara í þegar þeir koma til byggða fyrir jólin. þeir eiga líka aukaskegg sem hún geymir líka fyrir þá.. það er af því að skeggið á þeim er ekki nógu hvítt og þá setja þeir annað utanyfir þegar þeir fara að láta í skóna krakkanna. ég fór ´líka á hestbak og skellti mér í áttahundruðmetrana á Pjakk.. Honum leist ekki á jólasveinabúninginn og reyndi að vera frekar hastur svo hann kæti farið að úða í sig grasinu við völlinn.
Eitt er alveg gjörsamlega óþolandi við að vera í fríi það er að dagurinn er alveg undireins búinn,,GáMUR OG KRANI,,,, ég fór eldsnemma á fætur og er búin að vesenast með að borga reikninga smíða pínulítið í garðinum, og dagurinn er að verða búinn andskotinn,'EG er að sækja sláttuvélina núna og svo sauð ég selkjöt í hádeginu og fór með bita til Jóns.. BJörk hafði aldrei smakkað sel og fannst þetta algjört sælgæti, Skúli Jóhanns kom í mat og var stórhrifinn og nú ætla ég að gæða nafna hans Gautasyni á þessu sælgæti.. bless í bili....Lukka ætlar að fara og velta sér upp úr dögginni á jónsmessunótt.... Svo best það verði einhver dögg.....
föstudagur, júní 11, 2004
Það hefur nýr íbúi bættst við á Höfðagötu 7, hann heitir Aðalbjörn og er Jódísarson hann er náfrændi Bangsa Jónssonar. í Reykjavík, og er hálfhræddur um að Bangsa Jónssyni finnist. skítt´að hann heiti Aðalbjörn því þá sé hann aðalbjörninn..mhhhoohoho.
Aðalbjörn var að spekúlera í því að láta kalla sig Johnsen. svo fólk haldi að hann sé ættaður úr Vestmannaeyjum. en ég er alfarið á móti því. Það er allt á fullu í dag á Sæberginu. Tvær röskar ambáttir í garðinum ,þetta er eins og í suðurríkjunum í gamla daga nema þær eru hvítar. Plantekran er að verða fín... Lukka er alllsráðandi um þessar mundir.. og í þvílíku stuði...Skuggalegt... 'Eg held að það sé galdramatnum sem Björk bruggar handa okkur á hverju kvöldi að kenna . ALGJÖRT sælgæti og heilsubót.mmmmmmmmmm. Kannske líka rækjulyktinni eftir flóðið mikla.
Aðalbjörn var að spekúlera í því að láta kalla sig Johnsen. svo fólk haldi að hann sé ættaður úr Vestmannaeyjum. en ég er alfarið á móti því. Það er allt á fullu í dag á Sæberginu. Tvær röskar ambáttir í garðinum ,þetta er eins og í suðurríkjunum í gamla daga nema þær eru hvítar. Plantekran er að verða fín... Lukka er alllsráðandi um þessar mundir.. og í þvílíku stuði...Skuggalegt... 'Eg held að það sé galdramatnum sem Björk bruggar handa okkur á hverju kvöldi að kenna . ALGJÖRT sælgæti og heilsubót.mmmmmmmmmm. Kannske líka rækjulyktinni eftir flóðið mikla.
miðvikudagur, júní 09, 2004
Það gekk mikið á í táninu í gær. það var opnuð vínbúð í kauffóinu.. vá maður þá var pöpullinn að skála fyrir þessu og fagna veigunum sem fólk fær síðan að kaupa á grundvelli mannréttinda. því það eru víst mannréttindi að þurfa ekki að panta vínið frá Reykjavík,, nú eða skjótast í Borgarnes og kaupa. 'A meða á þessu stóð gerðist sá merkilegi atburður að það fór að gjósa.. undir þvottavélinni á Höfðagötu 7 slíkt hefur ekki gerst síðustu 12 árin en nú var fjandinn laus. þetta var seyði af rækjum sem þarna spýttist út um niðurfallið af þvottavélinni og flæddi yfir elsku upphituðu flísarnar mínar á ganginum ..sem ég er svo montin af. Það fylgdi þessu ægilegur fnykurþ Og þegar ég kom heim úr Sævangi voru Jón og Björk að hamast við að bera seyðið út og hella því ti að ekki flæddi inn á Norðurpólinn og inn í stásstofuna. Brátt drifu að allskyns bjargvættir.Valdemar lögregluþjónn, Ingimundur´jóhannsson á slökkvibifreiðinni, Sverrir Lýðs á skurðgröfu , 'Asdís sveitarstjóri, Elfa og 'Ulfar, Hemmi og Siggi Marri á björgunartuðrunni og Arnar minn , seinast kom Gonnar Jónsson með ægilega stóra ryk eða vatnssugu til að taka restina af rækjuseyðinu,Gulli í Hólmadrang kom með hreinsiefni og 'Asdís éyðilagði flotta skó sem hún öslaði í fram og aftur um rækjusvaðið sem var þarna fyrir utan. Það var grafin skurður þvert yfir götuna svo sullið gæti runnið burt, ÞAð skeði síðan í dag að erlend gömul kona, rann í drullunni og féll flöt og svínaði út fötin sín, Skúli á galdrasafninu fiskaði hana upp úr svaðinu.
'I gærkvöldi gáfumst við Björk upp á rækjuatriðinu og þustum í Bjarnarfjörð þar sem við lögðumst í bleyti, Björk í potti Guðmundar góða og ég í pott Svanshólsbúa. Það hefur greinilega hvorttveggja lækningamátt.
'I gærkvöldi gáfumst við Björk upp á rækjuatriðinu og þustum í Bjarnarfjörð þar sem við lögðumst í bleyti, Björk í potti Guðmundar góða og ég í pott Svanshólsbúa. Það hefur greinilega hvorttveggja lækningamátt.
Það voru tvær jarðarfarir þennan laugardag. Fyrst var hann Líni í Húsavík jarðaður á Kollafjarðarnesi. það var líka falleg athöfn. mér finnst þetta allt saman sorglegt . þó að þau séu orðin öldruð. Mér finnst yfirleitt sorglegt að fólk skuli deyja, samt er það kannske gott. og þau hafa það alveg áreiðanlega gott á næsta tilverustigi.. og svo finnst öllum svo erfitt að vera orðið heilsulítið fólk.. Og nú í dag var hann Raggi Kristjáns jarðaður á Hólmavík. í góða veðrinu. Hann Raggi var alltaf árrisull og kom út í góða veðrið sem er alltaf á Höfðagötunni á morgnana og bauð glaður góðan daginn.
'A laugardaginn var var hún móðir mín jörðuð með viðhöfn frá Hólmavíkurkirkju. þar song Karlakórinn og Simbi frændi og Gunni, Stefanía spilaði undir og fórst þsð einstaklega vel úr hendi eins og hennar var von og vísa. Þetta var fallegur söngur falleg athöfn og á eftir var haldið yfir að Eyri og jarðsett. Og þá var hún mamma , hún Sigga frá Gili komin heim í sveitina sína til að vera lögð þar til hinstu hvílu. Skrítið Og þetta er víst gangur lífsins... að fólk deyi...samt skrítið...
Alveg hreint er þetta dæmigert sumar...alllt að gerast í einu og maður veit ekki hvað snýr aftur eða fram á tilverunni. Maður er á haus í öllu og með allt í rassgati sem maður ætlar að framkvæma.... rétt að hægt er að slaka á ofan í vatni,, nú eða þá yfir ákveðnum sjónvarpsþætti sem ég held upp á en ætla ekki að nefna af tillitssemi við viðkvæmar sálir.