Þetta er aldeilis hræðilegt að hafa ekki tölvu heima hjá sér en það stendur til bóta, margt skemmtilegt hefur skeð síðan síðast, það besta var einn dýrðlegur eldhúsdagur á Höfðagötu 7... þar sem Guji Fr og Lói fóru á kostum með allskyns verklegar framkvæmdir. settu upp skápana mína og plöturnar í loftið, steyptu í gólfið og voru skemmtilegir, semsagt frábært, það er búið að vera fullt að gera á sauðfjársetrinu. ættarmót í kaffihlaðborð um helgina, það var fólkið hennar Ragnheiðar í Húsavík . Nú svo komu fjörutíu manns frá Borgarnesi í fyrradag það voru eldsprækir eldriborgarar. þau borðuðu súpu salat og brauð sem Hrafnhildur bakaði og gerði mikla lukku , 'Eg spilaði svo fyrir þau á harmonikku og þau sungu og dönsuðu í anddyrinu á Sævangi. Svo í gærkvöldi þá voru SigAtlas og Maggi á Bakka með kvöldvöku fyrir þau í laugarhóli og ég með smá harmonikkuball fyrir þau á eftir sem stóð til kl tólf. ég náði því þó áður að fara í heilsulindina hjá Höllu.. ég er ekki viss um að ég hefði lifað þetta af annars
Síðustu innlegg
- Þetta er nú aldeilis forkostulegur dagur.. ég er ...
- Við bökuðum allan laugardaginn og svo fór ég í óve...
- 'Eg er gjörsamlega þegjandi hás .. það er eftir ös...
- Eitt er alveg gjörsamlega óþolandi við að vera í f...
- Það hefur nýr íbúi bættst við á Höfðagötu 7, hann ...
- Það gekk mikið á í táninu í gær. það var opnuð vín...
- Það voru tvær jarðarfarir þennan laugardag. Fyrst ...
- 'A laugardaginn var var hún móðir mín jörðuð með v...
- Alveg hreint er þetta dæmigert sumar...alllt að ge...
- Það hefur verið róstusamt þessa hvítasunnu fyrst ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home