Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, júní 29, 2004

Þetta er aldeilis hræðilegt að hafa ekki tölvu heima hjá sér en það stendur til bóta, margt skemmtilegt hefur skeð síðan síðast, það besta var einn dýrðlegur eldhúsdagur á Höfðagötu 7... þar sem Guji Fr og Lói fóru á kostum með allskyns verklegar framkvæmdir. settu upp skápana mína og plöturnar í loftið, steyptu í gólfið og voru skemmtilegir, semsagt frábært, það er búið að vera fullt að gera á sauðfjársetrinu. ættarmót í kaffihlaðborð um helgina, það var fólkið hennar Ragnheiðar í Húsavík . Nú svo komu fjörutíu manns frá Borgarnesi í fyrradag það voru eldsprækir eldriborgarar. þau borðuðu súpu salat og brauð sem Hrafnhildur bakaði og gerði mikla lukku , 'Eg spilaði svo fyrir þau á harmonikku og þau sungu og dönsuðu í anddyrinu á Sævangi. Svo í gærkvöldi þá voru SigAtlas og Maggi á Bakka með kvöldvöku fyrir þau í laugarhóli og ég með smá harmonikkuball fyrir þau á eftir sem stóð til kl tólf. ég náði því þó áður að fara í heilsulindina hjá Höllu.. ég er ekki viss um að ég hefði lifað þetta af annars

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home