Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Þetta er nú aldeilis forkostulegur dagur.. ég er svo til ógangfær.. það brakar í hverju beini og vöðvarnir í mér eru eins og óvirk klessa,öll liðamót eru nautstirð ..en röddina er ég búin að endurheimta að mestu.. og svo er jónsmessunótt í nótt.. þá á maður að velta sér allsber upp úr döggvotu grasi og eiga þá allir kvillar að læknast...mér veitti ekki af því... en það er orðið svo andskoti kalt úti.. og nú er allt í einu komin rigning ég sem var að láta mig dreyma um að horfa á sólina koma upp úr hafinu... það er eins og vant er ég ætti nú að vera farin að hætta slíku.... "gámur og krani" nei kraninn er farinn í staðinn kemur ónýtur traktor... Semsagt ´"gámur og traktor " sem þýðir Svei og fjandinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home