Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 21, 2004

'Eg er gjörsamlega þegjandi hás .. það er eftir öskurkeppnina í gær..mér væri nær að vera í kirkjukórnum eins og Lilli Jóns.. en hann er í þjálfun og vann keppnina með glæsibrag.. ÞAð var ógisslega gaman á þessum furðuleikum . frænka Charleys mætti og Bakkabræður hlupu með hana í kvennahlaupinu...Við Hrafnhildur slógum í gegn við eldhúsverkin og fengum hrós frá góðu fólki sem borðaði kökurnar okkar. 'Eg fékk lánaðan Jólasveinabúning sem jólasveinarnir fá að geyma hjá Heiðu Ragga .Það eru sparifötin sem þeir fara í þegar þeir koma til byggða fyrir jólin. þeir eiga líka aukaskegg sem hún geymir líka fyrir þá.. það er af því að skeggið á þeim er ekki nógu hvítt og þá setja þeir annað utanyfir þegar þeir fara að láta í skóna krakkanna. ég fór ´líka á hestbak og skellti mér í áttahundruðmetrana á Pjakk.. Honum leist ekki á jólasveinabúninginn og reyndi að vera frekar hastur svo hann kæti farið að úða í sig grasinu við völlinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home