Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, júní 09, 2004

Það gekk mikið á í táninu í gær. það var opnuð vínbúð í kauffóinu.. vá maður þá var pöpullinn að skála fyrir þessu og fagna veigunum sem fólk fær síðan að kaupa á grundvelli mannréttinda. því það eru víst mannréttindi að þurfa ekki að panta vínið frá Reykjavík,, nú eða skjótast í Borgarnes og kaupa. 'A meða á þessu stóð gerðist sá merkilegi atburður að það fór að gjósa.. undir þvottavélinni á Höfðagötu 7 slíkt hefur ekki gerst síðustu 12 árin en nú var fjandinn laus. þetta var seyði af rækjum sem þarna spýttist út um niðurfallið af þvottavélinni og flæddi yfir elsku upphituðu flísarnar mínar á ganginum ..sem ég er svo montin af. Það fylgdi þessu ægilegur fnykurþ Og þegar ég kom heim úr Sævangi voru Jón og Björk að hamast við að bera seyðið út og hella því ti að ekki flæddi inn á Norðurpólinn og inn í stásstofuna. Brátt drifu að allskyns bjargvættir.Valdemar lögregluþjónn, Ingimundur´jóhannsson á slökkvibifreiðinni, Sverrir Lýðs á skurðgröfu , 'Asdís sveitarstjóri, Elfa og 'Ulfar, Hemmi og Siggi Marri á björgunartuðrunni og Arnar minn , seinast kom Gonnar Jónsson með ægilega stóra ryk eða vatnssugu til að taka restina af rækjuseyðinu,Gulli í Hólmadrang kom með hreinsiefni og 'Asdís éyðilagði flotta skó sem hún öslaði í fram og aftur um rækjusvaðið sem var þarna fyrir utan. Það var grafin skurður þvert yfir götuna svo sullið gæti runnið burt, ÞAð skeði síðan í dag að erlend gömul kona, rann í drullunni og féll flöt og svínaði út fötin sín, Skúli á galdrasafninu fiskaði hana upp úr svaðinu.
'I gærkvöldi gáfumst við Björk upp á rækjuatriðinu og þustum í Bjarnarfjörð þar sem við lögðumst í bleyti, Björk í potti Guðmundar góða og ég í pott Svanshólsbúa. Það hefur greinilega hvorttveggja lækningamátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home