Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 17, 2007

Þá er hér enn einn góður dagur,'Eg tók til í saumahrúgunni sem flæddi hér yfir eldhúsið mitt, stofuna mína, ganginn, Bílinn, allt fullt af Saumadóti pífum blúndum og plussi. 'Eg er hrædd um að þegar frumsýningin verði þá verði ennþá einhverjir buxnalausir. Annars er þetta allt að koma. Og ekki tjóar að láta deigan síga. 'A morgun þarf ég að sauma tvennar buxur, , Vesti, meiri blúndur á fallegu hórurnar og hatta á hefðarfrúrnar.
Gott að ánetjast svona leikfélagi. 'A morgun verður Pottréttapartí.

2 Comments:

  • At 4:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mínar buxur eru rifnar. Svo er teygjan á leppnum slitin. Hægri skórinn er óbreyttur. Axlaböndin ónýt. Frakkinn er í ólagi. Vantar sokk á hægri fót. Pungbindið er sveitt.

    Allir hinir eru svo voðalega fínir og fínir.

     
  • At 6:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Greinilega ekki sama hvort maður er charlie eða SIR charlie.

    Kveðja Íslendingur.

     

Skrifa ummæli

<< Home