Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 03, 2007

Búin að fara til Reykjavíkur á mánudaginn hitta þar doktor í hjörtum og umhverfi þeirra, bráðskemmtilegur náungi...Kom aftur á þriðjudaginn og Jóna með mér. það var mjög gaman að fá hana með og leiðin styttist um helming þó ég sé nú ekki gefin fyrir að vera að flýta mér neitt svona á langleiðum. Vikan er búin og endaði vel nema nú er sunnudagskvöld og alveg dauðans leiðinlegt aarrrgh veit ekki hvað ég á af mér að gera, langar í mat sem ekki er til eins og t.d. fiskikökur. þá er enginn fiskur til.... langar í rauðmaga langar í súkkulaði langar í ís.,... það er ekkert til sem er leiðinlegra en fokking sunnudagskvöld nema ef það væru sunnudagsmorgnar.....
Þó eru nú alltaf skemmtilegar undantekningar það er aldrei svo..
Jóna kom, í heimsókn um miðjan daginn og það var fínt við fórum síðan á rúntinn en ekkert sáum við merkilegt í þeirri ferð, Tunglmyrkvi í gærkvöldi merkilegt nokk....það er skrítið að sjá það
. Það er óveður í aðsigi að sjá í veðurspánni og það fer alveg hrikalega í mínar fínustu. 'Eg gerði tilraun til að labba út í verksmiðju í morgun þar sem Jón Gísli var að vinna við að einangra herbergi. það verður fínt þegar það er búið. ég gafst hinsvegar upp við þessa vegalengd.... meiri druslan, og sótti svo bílinn minn til að keyra þangað..... fór svo að fræsa pínulítið úti í Hlein og það gekk vonum framar. Nú vantar mig eitthvað til að lesa ..er búin með allt bókasafnið og meira til....Verð líklega að fara að skrifa bækur sjálf..... Er nú alveg ágætis barnabókahöfundur eins og hefur sýnt sig..... Hætt þessu bulli.. ætti alls ekki að skrifa nema á mánudögum sem eru mínir uppáhaldsdagar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home