Páskadagur Við Hannasigga vorum í gærkvöld og fram á rauða nótt í Undralandi hjá Árdísi Að vinna í 1000 bita púsli það gekk eins og í sögu og ég er alveg að drepast í bakinu eftir það. og hreyfi mig afar varlega. það tekur svo á að öskra og hoppa upp í loftið við hvern bút sem tekst að koma í púslið. Árdís var líka að drepa skrímsli í Nintendo tölvu með tilheyrandi hávaða. Svo snæddum við lambakjöt og kartöflur og drukkum rauðvín og vatn með. Og skemmtum okkur konunglega. Nú er svaka sólskin og búinn að vera skafrenningur í allan morgun.
Ég er farin að halda að ég sé Ásdís hin ósigrandi í enska boltanum. en það er nú venjan að falla ef maður fer að ofmetnast. Annars voru það galdrasteinarnir og annað kukl sem þeim fylgdi sem gerði útslagið enda nýbúið að vera fullt tungl.
Hanna Sigga og Árdís voru að hjálpa mér að breyta hér á "skrifstofunni". Árdís kom með risaskrifborð til að lána mér og harðbannaði mér að troða þremur borðum inn í skrifstofuplássið ef hún ætti að vera innréttingahönnuður, til vonar og vara fór hún með eitt borð með sér.
Ég var að bögglast við að baka gulrótaköku áðan, og eldhúsið lítur út eins og eftir hryðjuverkaárás, úff og Hannas. var nýbúin að gera aldeilis svakalega fínt.
Ég er farin að halda að ég sé Ásdís hin ósigrandi í enska boltanum. en það er nú venjan að falla ef maður fer að ofmetnast. Annars voru það galdrasteinarnir og annað kukl sem þeim fylgdi sem gerði útslagið enda nýbúið að vera fullt tungl.
Hanna Sigga og Árdís voru að hjálpa mér að breyta hér á "skrifstofunni". Árdís kom með risaskrifborð til að lána mér og harðbannaði mér að troða þremur borðum inn í skrifstofuplássið ef hún ætti að vera innréttingahönnuður, til vonar og vara fór hún með eitt borð með sér.
Ég var að bögglast við að baka gulrótaköku áðan, og eldhúsið lítur út eins og eftir hryðjuverkaárás, úff og Hannas. var nýbúin að gera aldeilis svakalega fínt.
2 Comments:
At 2:34 e.h., Nafnlaus said…
HM? þá er tilgangnum náð, ef það er buið að vaska upp og gera fínt,þá er það bara til þess að geta ruslað smá út aftur?? Ekki satt.
At 6:55 e.h., Nafnlaus said…
Takk fyrir páskana elsku mamma
Skrifa ummæli
<< Home