Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jæja það kom að því Ösku þreifandi blindbylur. Þá held ég þeir sem eru alltaf að óska eftir norðanátt séu kátir og gera sér efalaust sérstaklega glaðan dag.
Það sést ekki einu sinni hér út í Sæsabæ. ég sópaði af skrifstofuglugganum hjá mér og það grillir varla í kaggann sem stendur hér fyrir framan girðinguna, ég vona að það sé enginn á ferðinni í þessu óveðri. Og vona svo að þetta hætti jafnskjótt og það hófst.
Skotta er einhversstaðar úti að djamma og í morgun sat hér spikfeitt fress fyrir utan eldhúsgluggann og góndi á mig, sjálfsagt að tékka á Skottunni.
Hann Jón minn á afmæli í dag og eitthvað hafa skolast til tölur á afmælisvefnum hjá honum.
8 breyttst í tvo,tíhíhí.
Sveimér þá húsið hristist í vindkviðunum sem eru komnar upp í 32 m á sekúndu samkvæmt vindhraðamælinum sem er hérna á tröppunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home