Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, apríl 28, 2006

Hæ hæ. nú er það flott. Galdramenn kíktu í morgunkaffi og spjall ,Jón og Siggi. og
Siggi eyddi allskyns óværu úr tölvunni minni sem hefur verið nánast ónothæf undanfarið
Hún er núna í fínu lagi hvað snertir hraða. alveg eldfljót, en finnur ekki litina sína og skjámyndin er risastór og furðuleg, en skítt með það ef maður þarf ekki að bíða í hálftíma eftir hverri aðgerð. Það hefur verið agalega þreytandi. en þetta er þrusu fínt.
Það var flott hjá okkur í Húsafelli þó ekki gæfi upp á Langjökul. Allar tegundir af stórskrítnu veðri frekar í vetrarkantinum en við spiluðum, grilluðum og sulluðumst í heita pottinum eins og vera ber, og höfðum það gott. Í gærkvöldi var næstsíðasta vatnslitanámskeiðskvöldið. og næsta fimmtudag förum við út að mála. Á mánudaginn 1.mai opnum við sölu handverks og höfum heitt á könnunni. í Steinhúsinu. Eitt finnst mér "alveg furðulegt". eins og Guðmundur í næsta húsi segir. Eftir að Ásta gerði tilboð í húsið. fékk hún bréf frá stjórn kaupfélagsins þar sem segir að það verði auglýst til sölu. brefið var sex línur og í því voru fjórar ritvillur...og svo er verið að agnúast út í stafsetninguna hjá Nonna Halldórs.
Ég er nú afskaplega eigingjörn og nú var ég búin að hlakka svo til að fá fjölskyldufólk til að búa í götunni minni, fyrir utan það að mér finnst Ásta og Gunnar bráðskemmtilegt fólk og litla dúllan og Silja.
Eru ráðamenn hér á móti fjölskyldufólki? Og vilja menn hafa auð draugahús?
Af hverju ekki að sýna þeim sem sýna lit á að setjast hér að og vilja kaupa, þá virðingu að ræða við þá, nú ef þeir vilja fá hærra tilboð og að ræða um það við viðkomandi. Kannske bjóða einhver félagasamtök í þetta og svo verður það autt megnið af árinu. Þykir það flottara?
Nei bara klóra sér í rassgatinu..satana perkula via vida...

1 Comments:

  • At 12:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló frá Hörby!
    Kíki oft á strandir.is, þína síðu og Jón H í leiðinni.
    Liturinn hjá okkur hvarf og skjárinn var undarlegur í hálft ár, eða þangað til vinur Rúnars kom og sagði: "Af hverju hafið þið þetta svona?", tók síðan snúruna á milli skjás og tölvu, lagaði til "pinnana" í endanum á snúrunni og allt varð eins og nýtt!! Kannske er það sama hjá þér, þess virði að prófa. Annars allt gott að frétta hér og vona að það sama sé hjá þer og þínu fólki.
    Bestu kveðjur DADDI

     

Skrifa ummæli

<< Home