Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 14, 2005

Það er alveg ótrúlega erfitt að koma sér að því að skrifa á jólakortin...og ætlaði ég ekki að vinna grunnvinnu í því strax eftir jól í fyrra ? mig minnir það allavega og nú er komið að jólum strax aftur og ekkert búið að gera. 'Eg er húsvörður og amma á Kirkjubóli í dag. Hjónin hér eru í skreppitúr á suðvesturlandið. Barnagæslan fer þannig fram að Sigfús fékk að fara heim með Trausta og Jón Valur fékk að fara að heimsækja Stefán svo ég er hér barnlaus og ætla að skrifa á jólakort en sem stendur er ég að fara yfir bloggsíðurnar og má ekkert vera að ´því að gera neitt annað....... ég er búin að gera eldhúsið mitt innfrá að trésmíðaverkstæði og það verður törn að hreinsa það til að geta bakað fyrir markaðinn á morgun það verður örugglega sag í kleinunum..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home