Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, desember 10, 2005

Hó Hó.. ÞAð er nóg að gera ...í stóru húsi... Ég er búin að setja jólaskreytingu á handriðið á tröppunum hjá mér og kring um útihurðina ég er ógeðslega hreykin af .þessarri skreytingu. svona í bland við samviskubit.. hún kostaði dáldið og ég hefði kannske getað varið þeim peningum í eitthvað skynsamlegt.... en ég semsagt lét freistast þegar ég sá hvað metrinn kostaði nikið minna en í KSH..svona afsökun eins og hjá innkaupafíkli.... EN nú finnst mér semsagt ég vera (maður með mönnum) það sem maður getur verið fáfengilegur.. En ég geði nú þetta fyrir HÚSIÐ svo það gæti verið eins og hin húsin.....Í gærkvöldi fór ég út að Kirkjubóli og þá voru þvílík rosalega falleg norðurljós. Náttúruna toppar enginn.
ÞAð var jólahlaðborð í gærkvöldi sem ég fór á ásamt öðru góðu fólki.. Maturinn var æði og ég borðaði svo mikið að ég var nærri dauð úr ofáti og ætla aldrei að gera þetta aftur. Bjarni Ómar og sönghópurinn hans skemmti með söng, ÞAð verður gaman að fá þau til að syngja á markaðnum 18.des. Bjarni spilaði svo fyrir dansi og toppurinn var í restina þá fengu ég og Jón Gísli og Brynja alveg dásamlega tónleika þegar aðrir voru farnir heim. ÞAð var flott Mér finnst að við ættum að fá þorláksmessutónleika með Bjarna eins og Reykvíkingar með Bubba. hann syngur Bubbalögin ennþá betur en Bubbi sjálfur..Kannske ekki betur en afar GÓÐUR.
Ég er að fara að baka kleinur í þúsundasta skipti ..Þær eru líka afar góðar..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home