Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 12, 2005

Skil ekki hvað allt er andskoti fokking leiðinlegt allt í einu. Veðrið í gær var algjör viðbjóður. það var þó notalegt á markaðnum mínum. Fólk og fallegur söngur hjá Láru og Kristjáni.
Nú er mánudagur og þeir hafa allt til þessa verið góðir. það er ekki eins og það séu að koma jól en þau koma nú trúlega samt hvað sem gengur á. það er koldimmt úti og birtir ekki um miðjan daginn. ég vaknaði klukkan fjögur og fór að mála mynd. það væri ágætt að kenna veðrinu um, en það er ekki hægt að koma öllu á veðrið, það var gott að heyra allskonar atvinnuleg hljóð úti um áttaleytið. Ég gæti alveg þegið það að vera syfjuð en er það ekki, bara andskoti upptrekkt og framúrskarandi fíflaleg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home