Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 26, 2005

'Eg klikkaði á kirkjuferðinni í gær. ég þarf að skamma prestinn.. hvað á það að þýða að hafa messuna klukkan tvö. ég stóð í þeirri trú að það ætti að messa klukkan fjögur.. sennilega ætti að skamma mig..... Þegar ég loksins fann auglýsinguna sem Gústi hafði falið undir blaðahrúgu var orðið of seint að fara í kirkjuna ...Sennilega ætti ég að skamma Gústa.... Skamm skamm...'Eg vil að allar messurnar séu auglýstar á Hólmavík ´á sömu auglýsingu... Það gæti nú skeð að einhver sem hefur misst af einhverri messunni vildi fara í þá næstu eða bara breyta til....Fjandinn fjarri mér.....
'Eg lá í lestri góðra bóka í gærkvöldi og morgun alveg fram á hádegi... og svo fórum við Hannasigga til hólmavíkur og ég fórá jólatrésskemmtun og hafði gaman af. hitti fullt af fólki, mér finnst svo gaman að sjá öll litlu börnin í fínu fötunum sínum nú og fullorðna fólkið líka, kyrja gekk ég yfir sjó og land og heyra Bjarna syngja Hátíð í bæ.
Nú erum við á Kirkjubóli og förum senn heim að horfa á sjónvarpið....mitt... Síðustu forvöð.....

3 Comments:

  • At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ertu þá að meina að það eiga að gefa út eitt blað sem auglýsir ALLAR messur á Hólmavík yfir árið? Það væri auðvelt - einn lítill gulur post it miði...

    Er sjónvarpið þitt að flytja af heiman eða hvað?

     
  • At 1:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Skamm skamm. Ég þurfti endilega að skammast yfir einhverju.. þetta dularfulla sjónvarpsdæmi ræðst af því að stóra sjónvarpið mitt er svo sjálfstætt að þessvegna gæti það labbað út á götu heldur en að ég finni myndina, nánar tiltekið er það sjónvarpið sem Addi rogaðist með niður sjö hæðir í lyftulausu húsi í kópavoginum...Án þess að fara í bakinu ...algjört kraftaverk...

     
  • At 1:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ, datt hingað inn frá heimasíðunni hennar gummó en ér tinna vinkona hennar frá odense. varð bra að skrifa að núna skil ég persónuleikan hennar gummó aðeins betur eftir að hafa lesið bloggið þitt :) bra gott mál :) trúi samt ekki ennþá að þú hafir skrifað f-orðið... meiga ömmur það? :)

    skemmtilegt blogg, kem pottþétt hingað aftur :)

    til hamingju með ömmubarnið! :)

    jólakveðjur,
    tinna smekklausa
    www.illuminata.tk

     

Skrifa ummæli

<< Home