Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Aha allt á ferð og flugi....Ég fór með Adda í gær til Rvk. hann var að fara í próf í háskólanum og við fórum kl 5 árdegis. og vorum komin í bæinn kl 9. og fórum yfir Tröllatunguheiði sem Addi er svo hrifinn af og heldur að hann sé fljótari.
þetta var reglulega skemmtilegt og Addi fór með mér að versla helling. 'eg fór í verkfæralagerinn og fatabúðir. Svo fór ég norður með Brynju á litlum skemmtilegum bílaleigubíl af því hennar var í réttingu. við fórum kl.21- úr bænum og komum heim kl 1230. og ég hélt áfram að keyra og var endanlega komin heim 2 30. Las einn reyfara og fór svo að sofa...
Addi kom svo í dag.
Við Salbjörg erum svo í dag og kvöld að sauma föt fyrir leikfélagið sem verður með dagskrá samkv auglýsingu sem kemur á morgun. við erum hamhleypur við sníðingar og saumaskap og Svana er að framleiða sauðskinnsskó í massavís fyrir dagskrána..
ég fékk hlutverk og verð þar af leiðandi kvikmyndastjarna þegar verður gerð kvikmynd um þetta.



þriðjudagur, ágúst 19, 2008

46 smjörlíkisstykki ...það er nú hreint ekki svo lítið.
Það er búið að vera fjölskyldu mót á Laugardaginn hjá Gústa og systkinum og afkomendum á Broddanesi vel heppnað heimtur góðar eftir því sem gerist og veðrið lék við mannskapinn, Hrútaþuklið á Sævangi á sunnudaginn og veðrið var ennþá betra... ef að það er hægt.mannfjöldi (ég taldi áttatíu bíla) og fólk úr öllum landshornum Kaffihlaðborðið var hreinasta listaverk og bragðið eftir því. 'I gamalli þulu segir frá því sem var á borðum,,,þar var mimjam og timjam og multum salve.... sem ég hef alltaf tekið að sem hafi verið sérstakt sælgæti.. og þær Sigga og Brynja og Hrafnhildur hafa örugglega laumað multum salve útí terturnar og kaffið. og jafnvel mimjami og timjami líka. ojamm. Nú þarf ég að fara að smíða "einn bæ enn" ekta sveiflur og skrúf....járnið.... á fullu...étur alla.... nei þetta gengur ekki...
í dag er 19 ágúst merkisdagur. og vor í lofti. það er buið að vera svo mikið um aðvera undanfarið að það er mjög einkennilegt þegar friður og ró skellur á og maður er ekki alveg á sprettinum að klára eitthvað eða þannig. 'Eg fór í ferðalag á föstudaginn eins og sannur íslendingur í ágúst ekki tókst mér nú að lokka til mín neinn farþega allir svo mikið að gera en mér bregður nú ekkert við það.
Fór yfir Tröllatunguheiði suður og hún er nú ágæt efst en frekar leiðinleg upp og niður,en alltaf finnst mér þessi leið hundleiðinleg og var fegin þegar ég var komin ofan í Borgarfjörð. 'Eg var með einn burstabæ sem við Nonni tróðum inn í bílinn.og áfangastaðurinn var Grund í Skorradal þar hitti ég Jóhönnu húsfreyju sem tók við gripnum og var hæstánægð ég drakk hjá henni kaffi og við spjölluðum heilmikið saman það var fróðlegt og gaman. Síðan þeysti ég heim aftur með viðkomu og ýmsum reddingum í Borgarnesi, og fór til baka um Hrútafjörðinn sem mér fannst ólíkt skemmtilegra en heiðin tröllanna.
Eitt skil ég bara ekki. Þarna í Hrútafirðinum eru reisuleg bændabýli flott tún osfrv. en það er eins og bændur og búalið þarna hafi aldrei sumir hverjir kynnst því fyrirbæri sem heitir málning, þetta er alveg með ólíkindum.
Ég sé þarna á einum stað þar sem verið er greinilega að gera fínt í kring um húsin og þar er fullt af litlum æðislegum gömlum húsum og það væri svo gaman að mála þau öll.
þetta er alveg ofboðslega skrítið. Ég tek líka mjög vel eftir girðingum og hvað það munar miklu að þær séu teknar ef þær eru komnar í niðurníðslu.
Það sem er orðið fínt í Bitrubotninum ekkert rusl á sléttunum fyrir neðan veginn.
En Ruslagámur Strandabyggðar sem stendur út hjá Slitrunum en alveg til háborinnar skammar, væri nú ekki hægt að lagfæra útlitið á helvítis gáminum, ( reyndar eru fleiri gámar hjá Strandabyggð sem mætti alveg flikka uppá.. " þetta kemur" sagði Nafna mín Leifs þegar ég var að nöldra við hana....Ég er ekki eins bjartsýn..allavega kemur það ekki af sjálfu sér...huh. Það er kominn glæsilegur sumarbústaður hjá Hjartarsonum og fjölskyldum á Árdísarlandinu við Þrúðardalsána en í baksýn er óhemja af drasli
sem Siggi í Horni hefur hrúgað þar og er forljótt. Yfir á Fellseyrunum eru svo heyrúllur sem tengdasonur minn Haraldur á og þarf að fjarlægja það er farið að vaxa einhver gróður upp um göt á rúllunum kannske vísir að skógi hehe.
Það mætti taka utan af rúllunum og dreifa þeim á einhverja mela ekki veit ég nú hvernig það er gert.
Ég skoðaði gróðrarstöðina hjá Litla-Fjarðarhornsbændum og það lofar góðu sá plöntulager og uppeldi Þau eru með ýmsar bráðsnjallar hugmyndir og þetta fer að vaxa meira og koma skemmtilega í ljós á næstu árum Gamla íbúðarhúsið hefur sigið enn meir og er nú alveg sjáanlegt hvað það hallast. það er 17 cm munur að framan eða ofan.
Það er gaman að sjá Fellstúnið slegið það er alltaf flottara en að allt fari í órækt. og Miðhúsabændur hafa bjargað því. Það ert spennandi að sjá nýtt íbúarhús rísa í Miðhúsum en leiðinlegt að heyra að Vegagerðin hafi ekki leyft að þau hefðu það þar sem þau langaði til.'eg má ekki vera að meira skriftastandi í bili. Er farin út.

mánudagur, ágúst 11, 2008

Það er kominn 11 ágúst og ég fór í póst í dag . Á sunnudaginn... það var í gær... var dráttarvélaaksturskeppnin í Sævangi og fínasta veisla að hætti sauðfjársetursins.
Það var svo gaman að berjast við þessa fjárans dráttarvél sem var alveg ægileg..t.d hef ég aldrei fyrr notað moksturstæki á vél og aldrei keyrt nema Masseyinn heima og gömlu góðu Kirkjubólsvélina og Farmal kubbinn í fornöld. Vélin æddi í ýmsar áttir ( ég hef heldur aldrei keyrt dráttarvél með vökvastýri) finnst það ætti að banna svoleiðis... Þarna tókst mér að krassa niður borðið ...(sem átti að velta glasi með vatni fínlega útaf)... lappirnar rákust niður í jörðina og kengbognuðu og gat kom á borðið. Árans gálginn þaut upp og niður. og áhorfendur trylltust úr hlátri og síðar skelfingu lostnir. Við Ingimundur í Litla-Fjarðarhorni fengum tilþrifaverðlaun. Hann keyrði yfir stærstu keiluna og kramdi hana í sundur og Hamingjuhrólfur ´valt um koll í vagninum og sturtaðist síðan útúr án þess að Ingimundur tæki eftir því að kvikindið varð eftir í brautinni.
Og grey ég sem var næstum því búin að vinna Svanhildi í fyrra fékk yfir fjögurhundruð refsistig sem er það mesta sem hefur verið síðan var byrjað á þessarri íþrótt. Púff púff.....Lukka skammaðist sín ægilega...en náði sér fljótt að vanda og skemmti sér konunglega.
Pollýanna Presley kom norður í gær eldhress, villtist í Hrútafirðinum og aftur í Tungusveitinni Keyrði í hlað á Sævangi með hamingjulagið 2008 Ég vil Dansa alveg í botni... Síðan sá hún svo um músikkina í dag. öflugur skífuþeytari konan.

mánudagur, ágúst 04, 2008

Verslunarmannahelgi, allir á spani, maður fer ekki varhluta af þessari ferðamennsku , bæði þykir mér gaman að hlusta á útvarpið á þessari ferðafólkshelgi og fylgjast með hvað er um að vera allsstaðar um landið, heyra nýja Vestmannaeyja þjóðhátíðarlagið, og fleiri lög, síðan er bærinn stútfullur af ferðafólki og maður hittir fullt af fólki og allir eru að fara norður á Strandir eða Vestfjarðahring eða eru búnir að fara hringveginn o.s.frv. En það sem verra er það endar alltaf með því að mér finnst endilega að ég ...grey ég... ætti að vera svona ferðalangur...og leggst í að vorkenna mér ógurlega að vera nú ekki á ferðalagi með tjaldvagn og jeppa og ferðafélaga helst skemmtilegan... (þetta átti að vera grín) ..Fjandinn hafi það...Heima er best....í hófi þó. En í dag fékk ég eina ferðaósk uppfyllta.. og það enga smá ósk... mig hefur alltaf langað til að kíkja lengst fram í Selárdal en svoleiðis er ekkert gaman að fara ein t.d. ef bíllinn skyldi nú bila eða þannig.
Nú ég skrapp út á Drangsnes eftir hádegið að sækja dót til Völku út á Malarkaffi. og á bakaleiðinni rakst ég á bráðskemmtilegt fólk sem var alveg til í að fara í svona skoðunarferð þarna fram í dalinn. þetta var alveg ljómandi gaman. Skítt með allar hringferðir og tjaldvagna... ferðaþrá minni svalað...
Það eru alveg að verða risastór ber maður sá krækiberin á langleið alveg svakalega svört og fín.
'A morgun ætla ég að vera gífurlega dugleg.