Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 04, 2008

Verslunarmannahelgi, allir á spani, maður fer ekki varhluta af þessari ferðamennsku , bæði þykir mér gaman að hlusta á útvarpið á þessari ferðafólkshelgi og fylgjast með hvað er um að vera allsstaðar um landið, heyra nýja Vestmannaeyja þjóðhátíðarlagið, og fleiri lög, síðan er bærinn stútfullur af ferðafólki og maður hittir fullt af fólki og allir eru að fara norður á Strandir eða Vestfjarðahring eða eru búnir að fara hringveginn o.s.frv. En það sem verra er það endar alltaf með því að mér finnst endilega að ég ...grey ég... ætti að vera svona ferðalangur...og leggst í að vorkenna mér ógurlega að vera nú ekki á ferðalagi með tjaldvagn og jeppa og ferðafélaga helst skemmtilegan... (þetta átti að vera grín) ..Fjandinn hafi það...Heima er best....í hófi þó. En í dag fékk ég eina ferðaósk uppfyllta.. og það enga smá ósk... mig hefur alltaf langað til að kíkja lengst fram í Selárdal en svoleiðis er ekkert gaman að fara ein t.d. ef bíllinn skyldi nú bila eða þannig.
Nú ég skrapp út á Drangsnes eftir hádegið að sækja dót til Völku út á Malarkaffi. og á bakaleiðinni rakst ég á bráðskemmtilegt fólk sem var alveg til í að fara í svona skoðunarferð þarna fram í dalinn. þetta var alveg ljómandi gaman. Skítt með allar hringferðir og tjaldvagna... ferðaþrá minni svalað...
Það eru alveg að verða risastór ber maður sá krækiberin á langleið alveg svakalega svört og fín.
'A morgun ætla ég að vera gífurlega dugleg.

2 Comments:

  • At 12:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ertu ekki yfirleitt alltaf dugleg mamma mín:)

     
  • At 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk elskan

     

Skrifa ummæli

<< Home