Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Aha allt á ferð og flugi....Ég fór með Adda í gær til Rvk. hann var að fara í próf í háskólanum og við fórum kl 5 árdegis. og vorum komin í bæinn kl 9. og fórum yfir Tröllatunguheiði sem Addi er svo hrifinn af og heldur að hann sé fljótari.
þetta var reglulega skemmtilegt og Addi fór með mér að versla helling. 'eg fór í verkfæralagerinn og fatabúðir. Svo fór ég norður með Brynju á litlum skemmtilegum bílaleigubíl af því hennar var í réttingu. við fórum kl.21- úr bænum og komum heim kl 1230. og ég hélt áfram að keyra og var endanlega komin heim 2 30. Las einn reyfara og fór svo að sofa...
Addi kom svo í dag.
Við Salbjörg erum svo í dag og kvöld að sauma föt fyrir leikfélagið sem verður með dagskrá samkv auglýsingu sem kemur á morgun. við erum hamhleypur við sníðingar og saumaskap og Svana er að framleiða sauðskinnsskó í massavís fyrir dagskrána..
ég fékk hlutverk og verð þar af leiðandi kvikmyndastjarna þegar verður gerð kvikmynd um þetta.



1 Comments:

  • At 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hm já mjög leyndardómsfullt:)

     

Skrifa ummæli

<< Home