Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 11, 2008

Það er kominn 11 ágúst og ég fór í póst í dag . Á sunnudaginn... það var í gær... var dráttarvélaaksturskeppnin í Sævangi og fínasta veisla að hætti sauðfjársetursins.
Það var svo gaman að berjast við þessa fjárans dráttarvél sem var alveg ægileg..t.d hef ég aldrei fyrr notað moksturstæki á vél og aldrei keyrt nema Masseyinn heima og gömlu góðu Kirkjubólsvélina og Farmal kubbinn í fornöld. Vélin æddi í ýmsar áttir ( ég hef heldur aldrei keyrt dráttarvél með vökvastýri) finnst það ætti að banna svoleiðis... Þarna tókst mér að krassa niður borðið ...(sem átti að velta glasi með vatni fínlega útaf)... lappirnar rákust niður í jörðina og kengbognuðu og gat kom á borðið. Árans gálginn þaut upp og niður. og áhorfendur trylltust úr hlátri og síðar skelfingu lostnir. Við Ingimundur í Litla-Fjarðarhorni fengum tilþrifaverðlaun. Hann keyrði yfir stærstu keiluna og kramdi hana í sundur og Hamingjuhrólfur ´valt um koll í vagninum og sturtaðist síðan útúr án þess að Ingimundur tæki eftir því að kvikindið varð eftir í brautinni.
Og grey ég sem var næstum því búin að vinna Svanhildi í fyrra fékk yfir fjögurhundruð refsistig sem er það mesta sem hefur verið síðan var byrjað á þessarri íþrótt. Púff púff.....Lukka skammaðist sín ægilega...en náði sér fljótt að vanda og skemmti sér konunglega.
Pollýanna Presley kom norður í gær eldhress, villtist í Hrútafirðinum og aftur í Tungusveitinni Keyrði í hlað á Sævangi með hamingjulagið 2008 Ég vil Dansa alveg í botni... Síðan sá hún svo um músikkina í dag. öflugur skífuþeytari konan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home