Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

í dag er 19 ágúst merkisdagur. og vor í lofti. það er buið að vera svo mikið um aðvera undanfarið að það er mjög einkennilegt þegar friður og ró skellur á og maður er ekki alveg á sprettinum að klára eitthvað eða þannig. 'Eg fór í ferðalag á föstudaginn eins og sannur íslendingur í ágúst ekki tókst mér nú að lokka til mín neinn farþega allir svo mikið að gera en mér bregður nú ekkert við það.
Fór yfir Tröllatunguheiði suður og hún er nú ágæt efst en frekar leiðinleg upp og niður,en alltaf finnst mér þessi leið hundleiðinleg og var fegin þegar ég var komin ofan í Borgarfjörð. 'Eg var með einn burstabæ sem við Nonni tróðum inn í bílinn.og áfangastaðurinn var Grund í Skorradal þar hitti ég Jóhönnu húsfreyju sem tók við gripnum og var hæstánægð ég drakk hjá henni kaffi og við spjölluðum heilmikið saman það var fróðlegt og gaman. Síðan þeysti ég heim aftur með viðkomu og ýmsum reddingum í Borgarnesi, og fór til baka um Hrútafjörðinn sem mér fannst ólíkt skemmtilegra en heiðin tröllanna.
Eitt skil ég bara ekki. Þarna í Hrútafirðinum eru reisuleg bændabýli flott tún osfrv. en það er eins og bændur og búalið þarna hafi aldrei sumir hverjir kynnst því fyrirbæri sem heitir málning, þetta er alveg með ólíkindum.
Ég sé þarna á einum stað þar sem verið er greinilega að gera fínt í kring um húsin og þar er fullt af litlum æðislegum gömlum húsum og það væri svo gaman að mála þau öll.
þetta er alveg ofboðslega skrítið. Ég tek líka mjög vel eftir girðingum og hvað það munar miklu að þær séu teknar ef þær eru komnar í niðurníðslu.
Það sem er orðið fínt í Bitrubotninum ekkert rusl á sléttunum fyrir neðan veginn.
En Ruslagámur Strandabyggðar sem stendur út hjá Slitrunum en alveg til háborinnar skammar, væri nú ekki hægt að lagfæra útlitið á helvítis gáminum, ( reyndar eru fleiri gámar hjá Strandabyggð sem mætti alveg flikka uppá.. " þetta kemur" sagði Nafna mín Leifs þegar ég var að nöldra við hana....Ég er ekki eins bjartsýn..allavega kemur það ekki af sjálfu sér...huh. Það er kominn glæsilegur sumarbústaður hjá Hjartarsonum og fjölskyldum á Árdísarlandinu við Þrúðardalsána en í baksýn er óhemja af drasli
sem Siggi í Horni hefur hrúgað þar og er forljótt. Yfir á Fellseyrunum eru svo heyrúllur sem tengdasonur minn Haraldur á og þarf að fjarlægja það er farið að vaxa einhver gróður upp um göt á rúllunum kannske vísir að skógi hehe.
Það mætti taka utan af rúllunum og dreifa þeim á einhverja mela ekki veit ég nú hvernig það er gert.
Ég skoðaði gróðrarstöðina hjá Litla-Fjarðarhornsbændum og það lofar góðu sá plöntulager og uppeldi Þau eru með ýmsar bráðsnjallar hugmyndir og þetta fer að vaxa meira og koma skemmtilega í ljós á næstu árum Gamla íbúðarhúsið hefur sigið enn meir og er nú alveg sjáanlegt hvað það hallast. það er 17 cm munur að framan eða ofan.
Það er gaman að sjá Fellstúnið slegið það er alltaf flottara en að allt fari í órækt. og Miðhúsabændur hafa bjargað því. Það ert spennandi að sjá nýtt íbúarhús rísa í Miðhúsum en leiðinlegt að heyra að Vegagerðin hafi ekki leyft að þau hefðu það þar sem þau langaði til.'eg má ekki vera að meira skriftastandi í bili. Er farin út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home